Fréttir1

Birt þann 20. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Fimm bestu vísindaskáldsögur allra tíma!

Flestir nördar fæðast með áhuga á vísindaskáldskap. Í vísindaskáldskap má finna samblöndu af því helsta sem kætir okkur nörda; framtíðin, geimvísindi, geimverur, vélmenni, gervigreind, tímaflökkun, geislabyssur, tækni, fjarhrif og yfirnáttúrulegir hlutir. Óhefðbundnar austur-evrópskar rannsóknir gefa jafnframt til kynna að vel heppnaður vísindaskáldskapur virki betur á nörda en öll önnur stinningarlyf samanlagt.

En nóg um það! Á næstu vikum og mánuðum verður fjallað um um fimm bestu vísindaskáldsögur allra tíma. Jóhann Þórsson verður okkar sérfræðingur í þessum málum en hann gagnrýndi íslenska hrollvekjusafnið Myrkfælni í fjórða tölublaði og hefur auk þess tekið fyrir bókaumfjallanir á Rithringur.is og hefur verið birt efni eftir hann í Tímariti Máls og menningar.Við byrjum umfjöllunina á fimmta besta vísindaskáldskap allra tíma og tökum fyrir eina bók í hverjum mánuði.

 

Spennið beltin – og góða skemmtun!

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑