Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Senua’s Saga: Hellblade 2 (PC) – „Senua kemur til Íslands“
    Leikjarýni

    Senua’s Saga: Hellblade 2 (PC) – „Senua kemur til Íslands“

    Höf. Steinar Logi21. maí 2024Engar athugasemdir6 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    CREATOR: gd-jpeg v1.0 (using IJG JPEG v80), quality = 75
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Senua’s Saga: Hellblade 2 er framhald af Hellblade: Senua’s Sacrifice sem kom út árið 2017 og var þróaður og gefinn út af Ninja Theory. Á þeim tíma þá var Ninja Theory sjálfstætt fyrirtæki og gaf út leikinn sinn á bæði PS4, Xbox One, Xbox Series X/S og jafnvel Nintendo Switch. Núna eru þeir í eigu Microsoft (sem gerir mann áhyggjufullan um framtíð þeirra í ljósi nýlegra frétta um uppsagnir) þannig að leikurinn kemur bara út á PC og Xbox Series X/S til að byrja með.

    Senua’s Saga: Hellblade 2 er framhald af Hellblade: Senua’s Sacrifice sem kom út árið 2017 og var þróaður og gefinn út af Ninja Theory

    Það er erfitt að skilgreina þessa leiki og því sting ég upp á að þeir séu kallaðir „upplifunarleikir“. Það snýst allt um að spilarinn upplifi það sem Senua er að ganga í gegnum. Þess vegna þarf að hafa góð heyrnartól því að mikið er lagt í að hljóð, raddir og annað komi frá öllum áttum. Þetta er samt leikur þar sem þú þarft að berjast við óvini eða leysa þrautir en það er í baksæti við það að skapa sem besta upplifun þ.e. hvernig það er að vera í hausnum á Senua. Þess vegna eru bardagarnir eða þrautirnar ekkert sérstaklega erfiðar en eru engu að síðar vel gerður hluti leiksins.

    Senua þjáist nefnilega af „psychosis“ eða geðklofa sem þýðir innan leiksins að það er ekki hægt að stóla á að það sem Senua sér og upplifir er eitthvað sem er að gerast í raunveruleika leiksins. Fyrsti leikurinn gerði þessu mjög vel skil og það liggur við að ég mæli með að fyrsti leikurinn sé spilaður á undan til að gera sér betur grein fyrir hvað er í gangi. En eflaust er hægt að geta sér það til því að raddirnar sem fylgja alltaf Senua eru aftur hér og útskýra margt. Raddirnar eru margar, koma úr mörgum áttum í heyrnartólunum en endurspegla tilfinningarlegt ástand Senua því að stundum hrósa þær henni en yfirleitt eru þeir að letja, hræða eða tala hana niður. Einstaka sinnum bætast við drungalegri raddir. Leikjalega séð geta raddirnar samt orðið þreytandi því að þær eru stanslaust þarna og það eru ekki ýkjur. Eflaust á þetta sér ástæðu í því að geðklofi Senua er það slæmur að hún heyrir raddir stanslaust en það getur verið erfitt þegar Senua á í dramatískum samræðum við fólk og raddirnar eru með athugasemdir við hverja einustu setningu sem hinn aðilinn segir. Eins og í fyrri leiknum þá geta raddirnar hjálpað með að leysa þrautir og sagt til um hvort maður er á réttri leið.

    Raddir í huga Senua eru stór hluti leiksins og nánast krefjast heyrnartóla.

    Það er búið að draga talsvert úr bardögum og þrautum þ.e.a.s. veikasta hluti fyrsta leiksins. Hérna eru færri bardagar en þeir eru betur gerðir, hraðari og fjölbreyttari en áður og þarna skilar sér mikil vinna við „motion capture“ Ninja Theory. Þeir eru ekki eins kaotískir og áður þar sem Senua snýr sér alltaf rétt en áður þá snerist hún í hringi við að verjast höggum. Sama með þrautirnar sem gátu orðið mjög þreytandi langar í fyrri leiknum og tóku mann algerlega úr sögunni en hérna þá eru þeir einfaldari og þjóna frekar því hlutverki að sýna manni umhverfið.

    Senua’s Saga: Hellblade II gerist á Íslandi og Senua hefur ákveðið að láta taka sig sem þræl frá heimalandi sínu, Orkney, til að stöðva þrælahald forfeðra okkar. Þegar hún kemur þangað þá er ástandið ekki alveg eins einfalt og hún hélt og hún þarf að taka á við ýmsar áskoranir. Melina Juergens leikur Senua eins og áður á sinn einstaka máta en við sjáum fljótlega leikarann Guðmund Þorvaldsson sem hefur verið að koma sér ágætlega fyrir í leikjabransanum sem raddleikari.

    Það er hrein unun að sjá íslenska landslagið; mosinn, fjörusteinarnir, klettarnir, hraunið og meir að setja íslensku flóruna því að það er hægt að þekkja blómin, sveppina, birkið og þar fram eftir götunum. Síðan eru að sjálfsögðu hverum, eldgosum og djúpum hellum gerð skil ásamt öllu því manngerða eins og húsum, vörðum, fatnaði, vopnum og svo mætti lengi telja. Bakgrunnurinn og grafíkin er til fyrirmyndar. Veðri og náttúruöflum eru gerð vel skil hérna. Það er líka gaman af því að kaflar leiksins bera allir nafn íslenskra staða.

    Það er hrein unun að sjá íslenska landslagið; mosinn, fjörusteinarnir, klettarnir, hraunið og flóru landsins.

    Undirritaður spilaði á PC en það var ákveðin áskorun að berjast og spila á lyklaborðinu og því mæli ég frekar með að fólk noti stýripinna eða kaupi leikinn á Xbox Series leikjatölvu. Það voru engin vandamál með FPS og það eru ýmsir möguleikar til að stilla grafíkina betur. Það truflaði mig stundum lítils háttar ákveðin „soft focus“ grafík leiksins sem ég reyndi að stilla betur en það gæti verið því að ég er vanari leikjatölvum og það var ekki að trufla mig alvarlega.

    Leikurinn er mjög góður og maður er þakklátur fyrir að markaðurinn sé ennþá að gefa út öðruvísi leik en gengur og gerist. Hellblade 2 er talsvert styttri en aðrir leikir sem er í góðu því að það vantar fleiri leiki sem drekkja mann ekki í söfnunarhlutum og ýmsum aðferðum til að eyða tíma spilarans (það eru 1428 hlutir til að safna í Hogwart’s Legacy sem dæmi). Þetta er hins vegar alveg á mörkunum því að fyrsti Hellblade kostaði 30$ árið 2017 en þessi kostar 50$ (stórir AAA leikir í dag eru 70$) og það tekur álíka langan tíma að klára þá eða 7-8 tíma. Hann er alveg þess virði skv. undirrituðum en hver og einn verður að meta það. En verðið er í raun ekki aðalatriðið því að hann kemur strax inn í Gamepass pakkann og verðmódelið byggist væntanlega á því að fá fólk til að kaupa áskrift þar. Þannig séð þá er þetta alveg frábær viðbót.

    Niðurstaðan er sú að fyrir spilara sem kunna að meta góða sögu sem leggur áherslu á drungalegt umhverfi og erfið viðfangsefni, þá er þetta sannkallað listaverk. Fyrsti leikurinn hafði mun meiri áhrif á mig og það er líklega bölvun þess að gera framhald, að það nást ekki alveg sömu hæðir sérstaklega þegar leikurinn er byggður upp á sams konar máta og ég get ekki neitað því að ég vonaðist eftir meiri nýjungum. En ég kann svo sannarlega að meta þennan leik og gæti alveg hugsað mér að spila hann aftur, sérstaklega ef hann kemur út á Playstation sem er kannski borin von. Þetta er leikur sem myndi una sér vel í VR.

    Leikurinn veit hverjir styrkleikar hans eru og spilar inn á þá mjög vel. Hann eyðir ekki tíma spilarans að óþörfu og það er erfitt að finna marga leiki þar sem leikjaupplifun er eins alger.

    Eintak var í boði útgefanda

    Hellblade Hellblade 2 pc Steinar Logi Sigurðsson
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaAssassin’s Creed: Shadows færir ævintýrið til Japans
    Næsta færsla Starborne Frontiers tilnefndur til verðlauna
    Steinar Logi

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.