Birt þann 12. september, 2021 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
Daði Freyr með Psychonauts 2 tónleika
Tónlistarmaðurinn og Eurovision-stjarnan Daði Freyr hélt sérstaka Psychonauts 2 nettónleika í samstarfi við Xbox Game Pass og Psychonauts 2. Á YouTube-rás Xbox þakkar Daði samstarfsaðilum sérstaklega fyrir traustið sem þeir hafi sýnt honum.
Nettónleikana er hægt að horfa á YouTube-rás Xbox sem er í dag með yfir 4,7 milljónir áskrifenda. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa um 26.000 notendur horft á tónleikana á YouTube. Yfirskrift tónleikanna er Take a musical tour of Daði Freyr’s brain þar sem Daði flakkar á milli staða í heilabúinu síni, þar á meðal þar sem sorgin býr og þar sem öll uppáhalds dýr Daða búa, og flytur Daði í kjölfar frumsamin lög sem tengjast leiknum. Einnig fáum við að heyra ensku útgáfuna af Eurovision-lögum Daða, 10 Years og Think About Things.
Fjallað er nánar um tónleikana í Leikjavarpinu.
Lestu Psychonauts 2 gagnrýnina okkar hér.