Birt þann 1. október, 2020 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
Mario-bræður á Bíldshöfða
Krónan gaf starfsfólki sínu frjálsar hendur í framstillingu á vörum og hefur útkoman verið skemmtilegt líkt og sjá má á Facebook-síðu Krónunnar.
Tvær framstillingar vöktu þó sérstaka athygli. Í Krónunni Bíldshöfða er búið að endurraða Kristals-kössum þannig að þær mynda andlit Mario-bræðra, þeirra Mario og Luigi. Útkoman er skemmtileg og sérstaklega þar sem kassarnir ná að endurskapa gömlu góðu kubbagrafíkina frá gullárum NES leikjatölvu Nintendo.
Mynd af Mario-bræðrum á Bíldshöfða var deilt á Facebook-hópi Tölvuleikjasamfélagsins þar sem fjöldi tölvuleikjaspilara hrósa þessu framtaki og segir einn þeirra að „Vonandi fær starfsmaðurinn sömu viðbrögð frá yfirmönnum sínum og frá þessari grúppu.“
Í Krónunni Akrabraut í Garðabæ hefur starfsfólk raðað goskössunum þannig að út kemur skjaldbakan Leonardo úr TMNT.
Við fengum leyfi hjá Krónunni til að birta myndir af þessum skemmtilegu útfærslum.