Birt þann 29. september, 2020 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
Óvíst hvenær Xbox Series S og X koma til landsins
Ekki er vitað hvenær Xbox Series S og X, næsta kynslóð leikjatölva frá Microsoft, kemur til Íslands. Alþjóðlegur útgáfudagur er 10. nóvember en ekkert innlent fyrirtæki er með umboðið fyrir Xbox á Íslandi sem getur flækt málið fyrir verslanir sem vilja selja tölvuna.
Gamestöðin staðfesti við Nörd Norðursins að verslunin stefni á að bjóða upp á Xbox Series tölvurnar en vita ekki enn hvenær tölvan verði fáanleg hjá þeim. Trúlega verði það á fyrstu mánuðum 2021.
Verðið á tölvunni hefur ekki heldur verið staðfest á Íslandi. Samkvæmt óvísindalegri spá Nörd Norðursins má gera ráð fyrir að ódýrari útgáfan muni kosta um 70 þúsund krónur og dýrari útgáfan í kringum 90 þúsund krónur.