Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Hugleiðing: Þegar fjölmiðlar fjalla (ekki) um tölvuleiki
    Menning

    Hugleiðing: Þegar fjölmiðlar fjalla (ekki) um tölvuleiki

    Höf. Nörd Norðursins2. nóvember 2019Uppfært:2. nóvember 2019Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Created with GIMP
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson, tölvuleikjafræðingur og ritstjóri Nörd Norðursins

    Fréttaskýringarþátturinn Kveikur fjallaði um tölvuleiki og leikjamenningu í nýjasta þætti sínum sem sýndur var á RÚV, þriðjudaginn 29. október. Með yfirvegaðri nálgun náðist að fjalla um tölvuleiki á faglegan og sanngjarnan hátt.

    Í þættinum var meðal annars sagt frá áhrifamikilli sögu Mats, fötluðum norskum dreng sem var háður hjólastól og upplifði skert lífsgæði. Mats eignaðist þó marga vini í gegnum fjölspilunarleikinn World of Warcraft, en þegar Mats lést árið 2014 kynntust foreldrar Mats vinahópi sonar síns í fyrsta sinn, en undanfarin tíu ár hafði Mats varið um 15.000 – 20.000 klukkustundum með umræddum vinahópi í ævintýraheimi World of Warcraft. Fjölspilunarleikir geta skapað kjörið tækifæri fyrir fólk til að hittast og mynda vinskap sín á milli. En þar hættir aldur, kyn, fötlun eða húðlitur að skipta máli þar sem þú býrð til þinn eigin avatar. Hægt er að lesa sögu Mats í heild sinni á fréttavefnum BBC News. Einnig var fjallað um rafíþróttir á Íslandi og mikilvægi þess að foreldrar sýni áhugamálum barna sinna áhuga.

    Því miður hafa fjölmiðlar, ekki bara íslenskir heldur einnig erlendir, verið óþarflega duglegir við að birta neikvæðar fréttir sem byggja ekki á traustum heimildum, heldur eru matreiddar sem ódýrar smellubeitur.

    Það er alltaf ánægjulegt að sjá vandaða umfjöllun um tölvuleiki og leikjamenningu í íslenskum fjölmiðli. Því miður hafa fjölmiðlar, ekki bara íslenskir heldur einnig erlendir, verið óþarflega duglegir við að birta neikvæðar fréttir sem byggja ekki á traustum heimildum, heldur eru matreiddar sem ódýrar smellubeitur. Þar má nefna órökstudd tengsl milli tölvuleikjaspilunar og ofbeldisverka og einkennilegar staðhæfingar á svokallaðri tölvuleikjafíkn – þrátt fyrir að rannsóknir sýna (m.a. þessi nýlega rannsókn frá Oxford háskólanum) einmitt að yfirleitt eru önnur vandamál utan leikjaheimsins sem ýta undir spilun sem fer úr böndunum, en ekki tölvuleikirnir sjálfir. Oft skortir skynsama og yfirvegaða umfjöllun um tölvuleiki og nördamenningu almennt, og er það einmitt ein helsta ástæða þess að Nörd Norðursins var sett á laggirnar á sínum tíma (2011). Sem betur fer hefur umfjöllunin skánað umtalsvert síðan þá.

    Í dag spilar yfir helmingur Íslendinga tölvuleiki og tölvuleikir eru fyrir löngu orðnir hluti af okkar daglega lífi og okkar menningu. Tölvuleikir eiga hreinlega skilið að fá meiri og yfirvegaðri umfjöllun í fjölmiðlum, líkt og bókmenntir, tónlist, kvikmyndir, leikhús, myndlist, íþróttir og fleira.

    Smelltu hér til að horfa á umræddan þátt af Kveik.

    Vilt þú senda inn pistil eða hugleiðingu um málefni líðandi stundar? Sendu póst á nordnordursins(at)gmail.com.

    Bjarki Þór Jónsson fjölmiðlar hugleiðing
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaFjölbreyttur fótbolti í FIFA 20
    Næsta færsla Valve kynnir nýjan Half-Life leik
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Icelandic Game Fest haldið í fyrsta sinn

    14. nóvember 2025

    George R.R. Martin áritar í Nexus 15. nóvember

    12. nóvember 2025

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.