Birt þann 21. september, 2019 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
Viðtal við Maríu hjá Parity – Fjölbreytileikinn mikilvægur þegar kemur að tölvuleikjagerð
Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Parity var stofnað fyrir um tveimur árum af Maríu Guðmundsdóttur, sem þekkir leikjaiðnaðinn vel eftir að hafa starfað hjá CCP í yfir áratug. María segir að fyrirtækið leggi áherslu á fjölbreytileika meðal starfsfólks en leikjaiðnaðurinn hefur yfir höfuð þótt karllægur geiri í gegnum tíðina og kynjahlutfall innan tölvuleikjafyrirtækja oft ójafnt.
Við heyrðum aðeins í Maríu á Midgard nördahátíðinni og ræddum við hana um tölvuleikinn Island of Winds sem fyrirtækið er að þróa um þessar mundir, en á hátíðinni var hægt að prófa prufuborð í leiknum sem sækir innblástur meðal annars til íslenskrar náttúru og þjóðsagna.
Mynd: Skjáskot og Parity.is