Menning

Birt þann 31. júlí, 2018 | Höfundur: Aðsent

Heiðursgestir IceCon 2018

AÐSEND GREIN: JÚLÍUS Á. KAABER

Júlíus Á. Kaaber

Í ár verður furðusagnahátíðin IceCon haldin í annað sinn. Heiðursgestir að þessu sinni verða Naomi Novik og Úlfhildur Dagsdóttir.

Naomi Novik er líklegast þekktust fyrir Temaraire bókaseríuna sína sem fjallar um ævintýri William Laurence og dreka hans Temaraire Fyrsta bókin í seríunni, Her Majesty’s Dragon var tilnefnd til Hugo verðlaunanna 2007 og John C. Campbell verðlaunanna sem hún vann. Síðan þá hefur Novik gefið út níu bækur í seríunni og sú síðasta League of Dragons var gefin út árið 2016.

Eftir að Temaraire seríunni lauk hefur Novik unnið að nýjum bókum sem endursegja gamlar ævintýrasögur. Uprooted kom út í fyrra, sem fjallar um Agnieszku, unga stúlku sem býr í þorpi sem býr undir stöðugri ógn frá nærliggjandi skógi. Bókin dregur úr pólskum þjóðsögum og var tilnefnd til Hugo og Nebula verðlauna árið 2016 og vann hún Nebula verðlaunin fyrir bestu skáldsögu. Nýjasta bókin hennar Spinning Silver kemur út í sumar og endursegir söguna af Rumpultuska.

Úlfhildur Dagsdóttir er seinni heiðursgestur IceCon að þessu sinni. Hún er myndasöguhöfundur, fræðikona, bókavörður og fyrirlesari. Úlfhildur hefur gefið út fræðibækurnar Myndasagan: hetjur, skrýmsl og skattborgarar sem fjallar um stöðu myndasagna og sögu í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Einnig hefur hún skrifað fræðiritið Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika þar sem Úlfhildur skrifar um sæborgir (cyborg ofl.) og líftækni í samhengi við bókmenntir og skáldskap.

Einnig hefur Úlfhildur starfar sem stundakennari við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands og flutt fyrirlestra, meðal annars um: „Vampyres: From Dracula to Buffy and Bill“ og „X-Files“ ásamt fyrirlestrum um Haruki Murakami, japanska myndasögur og afþreyingarmenningu.

Við hlökkum til að fá Naomi Novik og Úlfhildi Dagsdóttur sem gesti á hátíðina og bjóðum þær velkomnar.

Myndir: IceCon 2018

Þessi grein er birt í tengslum við IceCon hátíðina sem haldin verður í Reykjavík 5.-7. október 2018.
Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑