Birt þann 24. maí, 2018 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
Sigurvegarar Nordic Game Awards 2018 – Sparc verðlaunaður
ECHO var tilnefndur í flestum flokkum og hlaut alls þrenn verðlaun og var meðal annars valinn leikur ársins.
Í kvöld á Nordic Game ráðstefnunni í Malmö voru sigurvegarar Nordic Game Awards 2018 kynntir. Stóri sigurvegari kvöldsins var leikurinn ECHO frá danska leikjafyrirtækinu Ultra, Ultra. ECHO var tilnefndur í flestum flokkum og hlaut alls þrenn verðlaun og var meðal annars valinn leikur ársins. Little Nightmares kom einnig vel út og hlaut alls tvenn verðlaun.
VR-leikurinn Sparc frá íslenska leikjafyrirtækinu CCP sigraði verðskuldað í flokknum besta tæknin (best technology). Aðrir leikir sem voru tilefndnir í þeim flokki voru leikirnir ECHO, Fugl og stórleikirnir Star Wars Battlefront 2 og Wolfenstein II: The New Colossus.
Hér fyrir neðan er listi yfir verðlaunahafa kvöldsins og þá leiki sem tilnefndir voru til Nordic Game Awards verðlauna.
Við minnum á að hægt er að fylgjast með Nordic Game ráðstefnunni í Malmö á snappinu okkar (nordnordursins) þar sem leikjahönnuðurinn og gestasnapparinn okkar, Sigursteinn J. Gunnarsson, er staddur.
Nordic Game of the Year: ECHO
Aðrir leikir tilnefndir í þessum flokki: A Hat in Time, Little Nightmares, Nex Machina, SteamWorld Dig 2 og Wolfenstein II: The New Colossus.
Nordic Game of the Year: Small Screen: SteamWorld Dig 2
Aðrir leikir tilnefndir í þessum flokki: Milkmaid of the Milky Way, OCMO, Pako 2 og Returner 77.
Best Art: Little Nightmares
Aðrir leikir tilnefndir í þessum flokki: ECHO, Milkmaid of the Milky Way, Nex Machina og Wolfenstein II: The New Colossus.
Best Game Design: ECHO
Aðrir leikir tilnefndir í þessum flokki: A Hat in Time, Little Nightmares, SteamWorld Dig 2, Wolfenstein II: The New Colossus og World to the West.
Best Technology: Sparc
Aðrir leikir tilnefndir í þessum flokki: ECHO, Fugl, Star Wars Battlefront 2 og Wolfenstein II: The New Colossus.
Best Audio: Little Nightmares
Aðrir leikir tilnefndir í þessum flokki: ECHO, Figment, Nex Machina og Wolfenstein II: The New Colossus.
Best Fun for Everyone: Passpartout: The Starving Artist
Aðrir leikir tilnefndir í þessum flokki: A Hat in Time, Fugl, Little Police og Ocmo.
Best Debut: ECHO
Aðrir leikir tilnefndir í þessum flokki: A Hat in Time, Milkmaid of the Milky Way, Ocmo og Passpartout: The Starving Artist.
Jury’s Special Mention: Wolfenstein II: The New Colossus
Slóð: Nordic Game