Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Sumer kominn á Switch – „rétti platforminn fyrir Sumer“
    Fréttir

    Sumer kominn á Switch – „rétti platforminn fyrir Sumer“

    Höf. Bjarki Þór Jónsson16. apríl 2018Uppfært:16. apríl 2018Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Í desember síðastliðnum var tilkynnt á Facebook-síðu leiksins að Sumer væri væntanlegur á Nintendo Switch og þann 5. apríl lenti leikurinn svo á hina geysivinsælu leikjatölvu frá Nintendo.

    Leikurinn Sumer eftir Sigurstein J Gunnarsson og Studio Wumpus er nú fáanlegur á Nintendo Switch leikjatölvuna. Leikurinn, sem hefur verið í vinnslu bæði í New York og á Íslandi, fór í gegnum Kickstarter fjármögnunarferli árið 2016 þar sem hundruði fjárfesta komu að fjármögnunni. Sumer var gefinn út á Steam Early Access í fyrra en verið er að vinna við að bæta netspilunarvirkni við leikinn og eftir það mun leikurinn teljast alveg útgefinn. Í desember síðastliðnum var tilkynnt á Facebook-síðu leiksins að Sumer væri væntanlegur á Nintendo Switch og þann 5. apríl lenti leikurinn svo á hina geysivinsælu leikjatölvu frá Nintendo.

    Fyrir þá sem ekki þekkja til Sumer þá er um að ræða leik sem er hannaður eins og borðspil á borð við Catan eða Ticket to Ride en er tölvuleikur þar sem hraði og lagni helst í hendur við herkænsku og hugsun. Sumer er fyrir einn til fjóra leikmenn þar sem spilarar þurfa að safna byggi og geitum, fórna þeim til guðanna og þá mun gyðjan Inanna krýna klókasta prestinn sem leiðtoga hins forna Sumer.

    „Um leið og við sáum auglýsingarnar fyrir Switch og áherslur þeirra á að spila saman með fjölskyldu og vinum þá vorum við vissir um að það væri 100% rétti platforminn fyrir Sumer.“

    Það er sjaldséð að íslensk leikjahönnun rati á Nintendo leikjatölvu og spurðum við Sigurstein þess vegna að því hvers vegna Switch varð fyrir valinu. „Um leið og við sáum auglýsingarnar fyrir Switch og áherslur þeirra á að spila saman með fjölskyldu og vinum þá vorum við vissir um að það væri 100% rétti platforminn fyrir Sumer. Þegar einn í teyminu var síðan úti í Japan að sýna leikinn á hátíð þá vildi svo heppilega til að Nintendo básinn var á móti okkar bás. Þeir frá Nintendo komu og prófuðu leikinn og vildu endilega hjálpa okkur við að setja hann á Switch. Við settum þá strax pásu á vinnu í netspiluninni og byrjuðum vinnu á Switch útgáfunni.“ segir Sigursteinn.

    Að sögn Sigursteins er ólíklegt að Studio Wumpus muni gefa út fleiri leiki í bili þar sem teymið er dreift út um allan heim. „Ég er hinsvegar að vinna með Torfa Ásgeirssyni í Tasty Rook. Við gáfum út Triple Agent í fyrra og svo er von á nýjum partíleik frá okkur snemmsumars. Síðan er stefnt á smá frí og fæðingarorlof, sem er kærkomið, enda mikið púl að gefa út leik, hvað þá tvo með svona stuttu millibili.“

    Við óskum Sigursteini og Studio Wumpus til lukku með Switch útgáfuna.

    igi Sigursteinn J Gunnarsson Studio Wumpus Sumer Tasty Rook Torfi Ásgeirsson
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: Far Cry 5 – „flottur og opinn heimur“
    Næsta færsla Umfjöllun: Star Wars: Destiny – „fjölbreytt og spennandi spilun með góðum kokteil af kortum og teningum“
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.