Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Fréttir»Wizards kynna spilið Betrayal at the House on the Hill: Legacy
    Fréttir

    Wizards kynna spilið Betrayal at the House on the Hill: Legacy

    Höf. Magnús Gunnlaugsson20. nóvember 2017Uppfært:20. nóvember 2017Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Wizards of the Coast (WotC) og Rob Daviau hafa tekið höndum saman og tilkynntu að spilið Betrayal: Legacy sé væntanlegt í lok árs 2018, en þetta var tilkynnt á PAX Unplugged hátíðinni sem fram fór um helgina.

    Rob Daviau aðstoðaði við hönnun Betrayal at the House on the Hill árið 2004 þegar hann vann fyrir Hasbro. Í Betrayal: Legacy koma leikmenn til með að skoða hús fullt af reimleikum rétt einsog í grunnspilinu. Spilið mun innihalda forsögu (e.prologue) og því næst þrettán kafla sögu sem mun spanna nokkra áratugi. Leikmenn setja sig í hlutverk fjölskyldumeðlima sem flytja inn í húsið sem koma til með að eldast og líklega deyja innann veggja húsins og því ekki ólíklegt að nokkrir þeirra munu herja á afkomendur er líða tekur á spilið.

    Legacy spil er nýtt form spila þar sem djúp áhersla er lögð á söguupplifun og þær ákvarðanir sem leikmenn taka í hverju spili hafa varanleg áhrif í því næsta. Dæmi um slíkt er að leikmenn þurfi að skrifa á leikborðið, setja límmiða á leikborðið, kort og aðra hluti sem fylgja spilinu og í einstaka tilvikum jafnvel rífa og eyðileggja ákveðin spil!

    Það verður áhugavert að sjá hvernig þeim mun takast upp með að gæta jafnvægis í  Betrayal:Legacy því helsti galli BatHotH var hve misöflugar sumar sögurnar voru eða hversu seint eða snemma „The Haunt“ byrjaði. Þetta yrði einnig í fyrsta skipti þar sem svikaragangverkið (e.traitor mechanic) yrði nýtt í Legacy spili. Það eru margar spurningar sem vakna og varðandi hvernig þeir munu útfæra spilið.

    • Munu leikmenn á einhverjum tímapunkti verða varanlegir draugar, uppvakingar og varúlfar?
    • Munu ákveðnar flísar í spilinu verða sérstaklega notaðar í uppsetningu og svo breytist húsið smátt og smátt í stað óreglunar sem einkennir grunnspilið?
    • Mun spilið reyna ýta undir hlutverkaleik (e.roleplaying) og að leikmenn reyni fremur að spila eftir upplifun fjölskyldumeðlima í stað þess að reyna hámarka líkur á sigri?

    Það væri einnig gaman að vita hverjir koma til með að rita aðalsöguþráðinn í spilinu, það væri stórkostlegt ef að rithöfundar eins og Stephen King eða Clive Barker kæmu að gerð spilsins. Eða handritshöfundar frá Hollywood. Grunnspilið einkennist nefnilega af B-myndar hryllingi sem gefur því ákveðinn blæ sem á sína spretti en ef ég ætla að leggja það á mig að spila í gegnum allt Betrayal:Legacy þá væri ég líklegri til þess ef ég vissi að þaulreyndir hryllingssagna/mynda höfundar hefðu fengið að setja sitt mark á spilið.

    Þetta eru einfdaldlega mínar pælingar en mér þætti frábært að lesa ykkar hugsanir í kommentakerfinu hér fyrir neðan.

    Heimild: http://www.dicetowernews.com/wizards-of-the-coast-and-rob-daviau-announce-betrayal-legacy/47926

    Betrayal at House on the Hill Legacy Rob Daviau Wizards of the Coast
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: Star Wars Battlefront II
    Næsta færsla GameTíví: Nörd Norðursins gagnrýnir Gran Turismo Sport
    Magnús Gunnlaugsson
    • Facebook

    Svipaðar færslur

    Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel

    2. nóvember 2024

    Pest – Spil með sjúklega flott þema

    6. október 2024

    Eldur – Strangheiðarlegt létt samvinnuspil

    23. september 2024

    VAHÚÚ! Lego Super Mario grunnpakkinn prófaður

    30. september 2020

    Spilarýni: Ra – „fljótspilað og skemmtilegt uppboðsspil“

    9. ágúst 2018

    Borðspiladagurinn – Spilað út um allan heim laugardaginn 28.apríl

    25. apríl 2018
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.