Fréttir

Birt þann 3. október, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

EVEREST VR lentur á PlayStation Store

Íslenska fyrirtækið Sólfar hefur í samvinnu við RVX unnið að PlayStation VR útgáfu af sýndarveruleikaupplifuninni EVEREST VR. Upplifunin hefur nú þegar verið gefin út fyrir HTC Vive og Oculus Rift sýndarveruleikagleraugun á PC.

EVEREST VR er upplifun frekar en leikur í hefðbundnum skilningi þar sem hægt er að upplifa nokkur mismunandi atriði sem gerast á Everest fjalli í fyrstu persónu, þar á meðal er hægt að standa uppi á toppi þessa fræga fjalls.

EVEREST VR lenti í bandarísku PlayStation Store versluninni í dag og kostar $15 (eða u.þ.b. 1.500 kr. á núverandi gengi). Hann er svo væntanlegur á morgun, 4. október, í PlayStation Store verslanir í Evrópu.

 

PSVR ÚTGÁFUSTIKLA

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑