Birt þann 28. júní, 2017 | Höfundur: Magnús Gunnlaugsson
Þrjú ný ævintýri væntanleg í Unlock seríuna
Asmodee tilkynnti í gær að þrjú ný herbergi/ævintýri séu væntanleg á fjórða ársfjórðungi 2017 eða á bilinu október til desember. Unlock er flóttaleikur (e. Escape the Room) tegund af spili þar sem leikmenn þurfa að leysa hinar ýmsu þrautir í kappi við tímann. Hægt er að lesa umfjöllun um fyrstu þrjú Unlock ævintýrin nánar hér.
Fyrsta ævintýrið læsir leikmenn inn í yfirgefnu draugahúsi eftir að tal um mikla reimleika hafi átt sér stað undan farna þrjá daga. Rauði þráðurinn snýst í kringum úrklippu úr bók sem kallast „Bók hinna dauðu“ (e. Book of the Dead). Keppast leikmenn við að finna bókina og aflétta bölvuninni.
Annað ævintýrið dregur leikmenn niður á sjávarbotn eftir að risastórt sjóskrímsli ræðst á kafbát. Það er undir leikmönnum komið að koma sér úr þessari hættu og aftur upp á yfirborðið áður en tíminn og súrefnið er á þrotum.
Í þriðja ævintýrinu er leikmenn í fjársjóðsleit þar sem Kapteinn Smith hefur falið gríðarlegan fjársjóði einhvers staðar á Tonipal eyju. Leikmenn eru þó ekki þeir einu sem leita góssins því maður að nafni Johnson, hin víðfrægi fjársjóðsræningi, er einnig á höttunum eftir sama fjársjóði. Ekki vill svo betur til en að í upphafi hefur leikmönnum verið hneppt í fangelsi af ríkisstjóra eyjunnar svo það er eins gott að menn hafi hraðar hendur ætli leikmenn sér að verð fyrr til.