Birt þann 4. maí, 2017 | Höfundur: Atli Dungal
Ný stikla fyrir The Dark Tower
Í gær datt inn stikla (full cinematic trailer) fyrir væntanlegu kvikmyndina The Dark Tower með Idris Elba og Matthew McConaughey. Myndin er gerð eftir samnefndri fantasíuseríu Stephen King. Þar sem það eru 8 bækur í seríunni má búast við að hér verði annað hvort notast við langa „story-arcið“ hans Rolands (Idris Elba) og reyna að þjappa því saman í eina mynd eða þá að þetta sé hreinlega upphafið á næstu „novel-to-film“ seríu sem virðist vera að tröllríða öllu í kvikmyndaheiminum um þessar mundir. Það verður spennandi að fylgjast með þróuninni í þessum málum. Fyrir mitt leyti þá vona ég innilega að það verði farið eins nákvæmlega eftir bókinni eins og hægt er en það er auðvitað bara smekksatriði.
Stiklan lítur ágætlega út en ég ætla að leyfa mér að setja stórt spurningamerki við slow-motion atriðið þegar Roland hleður skotvopnið sitt. Það er smá Max Payne fílingur yfir þessu atriði, spurning hvort það eigi heima í söguheimi sem á að vera gritty og dökkur.