Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: The Slumber Party Massacre (1982)
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: The Slumber Party Massacre (1982)

    Höf. Jósef Karl Gunnarsson29. júní 2016Uppfært:29. júní 2016Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Það er ekki oft sem maður heyrir tónlistina úr kvikmynd áður en maður sér hana. Svo var raunin með The Slumber Party Massacre, ódýr slægjumynd frá 1982 framleidda af Roger Corman. Death Waltz Recording Company, nú þekkt sem Mondo, endurgaf tónlistina eftir Ralph Jones úr myndinni á vínyl með flottu umslagi. Var þó of seinn að nálgast hana þar en gat þó heyrt hana á YouTube til þess að heyra þessa snilld. Nýlega var Blu-ray diskurinn keyptur til þess að sjá hvort myndin væri eins góð og tónlistin.

    Plottið er ekki upp á marga fiska, táningur er einn heima yfir helgina og ákveður að bjóða vinkonum sínum í partý. Geðsjúkur maður sleppur út af geðveikarahæli og er ekki lengi að finna sér fórnarlömb.

    Plottið er ekki upp á marga fiska, táningur er einn heima yfir helgina og ákveður að bjóða vinkonum sínum í partý. Geðsjúkur maður sleppur út af geðveikarahæli og er ekki lengi að finna sér fórnarlömb.

    Það sem er svo merkilegt við þessa mynd er að feministi skrifaði handritið og var ætlunin að skjóta á þessar hryllingsmyndir. Nema það kemst ekki vel til skila þar sem allt er tekið alvarlega. Áhugaverð skot og hugmyndir skjóta uppi kollinum, stundum frekar augljóst og aðrar ekki. Barbí dúkka tekin úr ruslatunnu. Tvær konur sjást vinna verk sem oft er litið á sem karlastörf, símaviðgerðir og smíðir. Morðvopnið er framlenging á æxlunarfæri karlmanna. Lítið er um húmor sem hefði hjálpað til að lyfta þessari mynd yfir meðalmennskuna.

    Slumber_Party_Massacre_01

    Svo var mikið sem maður skildi ekki. Hvernig fann klikkhausinn húsið þar sem partýið átti sér stað? Af hverju eru allir heyrnarlausir í þessari mynd þar sem morðinginn nær að drepa fullt af fólki nálægt öðrum án þess að þeir fatti neitt? Þrátt fyrir vissa vankanta þá er ekki hægt að skella því á leikkonurnar þar sem þær standa sig vel. Ekki hægt að segja það sama um geðsjúklinginn þegar hann fær nokkrar línur að segja en hann á að vera geðsjúkur svo honum er fyrirgefið fyrir það.

    Miðað við titilinn á myndinni þá er hún ekki eins blóðug og hún vill meina. Þegar drápin gerast þá sést það ekki í mynd eða mjög lítið. Í þeim tilfellum sem það sést mikið þá eru það karlarnir sem fá verstu útreiðina.

    Blu-ray diskurinn frá Scream Factory, undirmerki Shout Factory, er mjög góður. Myndgæðin eru til fyrirmyndar þrátt fyrir að það sjáist stundum einstaka rispur á filmunni. Hljóðið er einóma en sett upp sem 2.0 DTS HD hljóðrás og ekkert hægt að kvarta yfir gæðunum nema í einni senu þar sem tal tveggja gaura kemur illa út þegar s-hljóðin heyrast.

    Aukaefnið er sömuleiðis til fyrirmyndar. Sleepless Nights er 23 mínútur af viðtölum við leikstjórann Amy Holden Jones og leikara um gerð myndarinnar. Frekar áhugavert að Jones gat valið um að skrifa og leikstýra þessari mynd eða klippa E.T. Það er líka 13 mínútna viðtal við Rigg Kennedy sem lék nágrannann. Mikið er endurtekið á yfirlestrinum þar sem leikstjórinn, leikararnir Michael Villella og Debra De Liso ásamt aðdáendanum Tony Brown, sem er spyrill, rifja upp gerð myndarinnar. Í lokin eru stiklur fyrir myndina og framhöldin tvö; og 40 myndir frá gerð myndarinnar ásamt plaköt og umslög fyrir mismunandi útgáfur á myndinni.

    Athugið að myndirnar sem fylga gagnrýninni endurspegla ekki myndgæðin sem eru á Blu-ray disknum.

    hrollvekja kvikmyndarýni The Slumber Party Massacre
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeitum að kvikmyndanörd
    Næsta færsla Væntanlegir leikir í júlí 2016 – Ghostbusters, Obduction og fleiri
    Jósef Karl Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Íslensk mynd um vináttu í Eve Online hlýtur verðlaun

    14. júní 2019

    Skaparar It’s Always Sunny in Philadelphia búa til þætti um leikjahönnun

    10. júní 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.