Fréttir

Birt þann 13. júní, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

E3 2016: Skyrim uppfærður fyrir nýju leikjatölvurnar

The Elder Scrolls V: Skyrim er einn af þessum leikjum sem hafa náð að lifa vel og lengi, enda einstaklega vel heppnaður leikur þar á ferð. Leikurinn var upprunalega gefinn út árið 2011 og síðan þá hefur ný kynslóð leikjatölva tekið við að þeim eldri og grafík í leikjum þróast mikið. Á E3 kynningu Bethesda var tilkynnt að Skyrim myndi fá andlitslyftingu og vera uppfærður á nýju leikjatölvurnar, þ.e.a.s. PlayStation 4 og Xbox One. Samhliða leiknum verða gefnir út uppfærslupakkar (DLC) og notendabreytingar (mod).

Uppfærða útgáfan er væntanleg í verslanir 28. október á þessu ári.

Sýnishorn úr uppfærðu útgáfu Skyrim

Tilkynningin hefst 3:07 í myndbandinu hér fyrir neðan.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑