Fréttir

Birt þann 12. júní, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

E3 2016: Titanfall 2 mun innihalda einspilun og fjölspilun

Fyrsti Titanfall leikurinn kom út árið 2014 á PC og Xbox One og fókusaði leikurinn eingöngu á fjölspilun. Á E3 kynningu EA var Titanfall 2 kynntur til leiks og tilkynnt að sá leikur mun innihalda fjölspilun líkt og fyrri leikurinn, en auk þess verður boðið uppá einspilun þar sem spilarinn fær færi á að kynnast söguheimi Titanfall betur. Sex ný vélmenni verða í boði í Titanfall 2 og er búið að bæta hæfileikakerfi leiksins að sögn EA. Leikurinn er væntanlegur í verslanir 28. október 2016 á PC, Xbox One og PS4.

Nýtt sýnishorn úr Titanfall 2

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑