Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Spilarýni: Hanabi
    Spil

    Spilarýni: Hanabi

    Höf. Magnús Gunnlaugsson4. maí 2016Uppfært:4. maí 2016Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Íslendingar eru að einhverju leyti heimsfrægir fyrir að tapa sér í gleðinni á gamlárskvöld dúndrandi upp rakettum, veifandi stjörnuljósum og blysum . Við söfnumst saman og horfum á skipulagðar flugeldasýningar og dáumst að litadýrðinni sem skipuleggjendur hafa lagt á sig að gera sem stórfenglegasta.

    Þetta getur þó allt saman verið hægara sagt en gert því slíkt krefst skipulags og samvinnu en í Hanabi gefst leikmönnum tækifæri á að setja saman sína eigin flugeldasýningu.

    Hanabi_02Hanabi er samvinnu spil fyrir tvo til fimm leikmenn. Markmið leiksins er að setja saman flugeldasýningu úr fimm mismunandi litum með spilum merktum frá einum og uppí fimm, rétt eins og maður væri að leggja kapal. Hljómar einfalt en það er mun erfiðara en þig grunar.

    Hver leikmaður fær fjögur spil á hendi, m.v fjögurra og fimm manna leik, en snýr þeim frá sér! Hver leikmaður sér því einungis spil meðspilara sinna en aldrei sín eigin! Spilið endar ýmist þegar leikmenn ná fullkominni sýningu s.s 25 stig, þegar síðasta spilið er dregið úr stokknum og allir leikmenn hafa gert einu sinni eftir það, eða menn hafa gert þrjú mistök og sprengjuþráðurinn er brunninn upp til agna.

    Þegar leikmaður á leik hefur hann einungis um þrjá hluti að velja.

    1. Gefa vísbendingu: Leikmenn byrja með átta vísbendingatákn. Kjósi leikmaður að gefa vísbendingu bendir hann á eitt eða fleiri spil sem eru af ákveðnum lit eða með ákveðna tölu. T.d „Þessi tvö eru blá spil“ eða „Þessi þrjú eru tvistar“.
    2. Hent spili: Leikmaður velur spil af hendi og setur í kastbunkann. Með því að henda spili fá leikmenn vísbendingatákn til baka.
    3. Lagt niður spil: Leikmaður velur spil af hendi sem vonandi passar í flugeldasýninguna. Spilið ratar alltaf á réttan stað ef það passar í kapalinn. Ef spilið er hinsvegar núþegar á borðinu eða lagður er út þristur á undan tvisti styttist í sprengjuþræðinum. Leikmenn mega gera þrjú mistök áður en spilið endar og leikmenn hafa tapað.

    Hanabi_01Hanabi krefst rökhugsunar, trausts og góðs minnis. Þetta er spil sem er ótrúlega einfalt að læra en erfitt að sigra. Mér og mínum spilafélögum hefur enn sem komið er ekki tekist að ná fullkomnum leik þrátt fyrir að hafa spilað þetta margsinnis. Það sem heillar mig mest við þetta er rökhugsunin sem felst í því að draga ályktanir af því hvaða spil þú ert með á hendi m.v þau spil sem aðrir leikmenn hafa, spil sem eru nú þegar í borði, hefur verið kastað af hendi og þær vísbendingar þú hefur fengið. Útilokunaraðferðin kemur því að góðum notum hér.

    Hinsvegar þrátt fyrir að vera samvinnnuspil, og í samvinnuspilum er fólk hvatt til að ræða saman, þá getur Hanabi verið merkilega þögult spil. Ástæðan er sú að menn eiga helst ekki að blaðra um þau spil sem aðrir leikmenn hafa nema í gegnum vísbendingar.

    Þetta var valið spil ársins (Spiel des Jahres) árið 2013 og á því réttilega sess í hvaða spilasafni sem er. Það er einfalt, skemmtilegt og krefjandi.

    Hanabi Spiel des Jahres spilarýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaWarhammer 40.000: Dawn of War 3 kemur út 2017
    Næsta færsla Leikjarýni: Home – „eflaust ekki fyrir alla“
    Magnús Gunnlaugsson
    • Facebook

    Svipaðar færslur

    Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel

    2. nóvember 2024

    Pest – Spil með sjúklega flott þema

    6. október 2024

    Eldur – Strangheiðarlegt létt samvinnuspil

    23. september 2024

    VAHÚÚ! Lego Super Mario grunnpakkinn prófaður

    30. september 2020

    Spilarýni: Ra – „fljótspilað og skemmtilegt uppboðsspil“

    9. ágúst 2018

    Borðspiladagurinn – Spilað út um allan heim laugardaginn 28.apríl

    25. apríl 2018
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Nörd Norðursins fær nýtt útlit

    3. nóvember 2025

    FM 26 betan byrjar 23. október

    20. október 2025

    The Crew 2 fær netlausan hluta

    20. október 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://www.youtube.com/watch?v=IFFXC7lrzlo
    00:00
    00:00
    28:12
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.
    Leikjarýni
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    8

    Ljós og skuggar Japans

    18. mars 2025

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum
    • Nörd Norðursins fær nýtt útlit
    • FM 26 betan byrjar 23. október
    • The Crew 2 fær netlausan hluta
    • Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.