Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Spilarýni: Betrayal at House on the Hill
    Spil

    Spilarýni: Betrayal at House on the Hill

    Höf. Þóra Ingvarsdóttir6. maí 2016Uppfært:6. maí 2016Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Betrayal at House on the Hill mætti hugsanlega lýsa í fljótu bragði sem því sem hefði orðið til ef Cabin in the Woods hefði verið borðspil og ekki kvikmynd. Hver spilari velur sér eina af tólf mögulegum persónum, sem hafa allar mismunandi styrkleika og veikleika.

    Í upphafi spilsins kanna spilararnir saman drungalegt hús með því að draga spilaflís (tile) fyrir hvert nýtt herbergi sem þeir fara inn í. Í þessum herbergjum geta ýmsir atburðir gerst – sumir hjálpa spilurunum en oftar en ekki er jafn líklegt (ef ekki líklegra, spilið er jú byggt á hrollvekjum) að þeir hafi neikvæð áhrif á spilið.

    Betrayal-at-House_04

    Á tímapunkti sem ákvarðast handahófskennt af reglulegu teningakasti byrjar síðan seinni fasi spilsins, The Haunt. Tafla í leiðbeiningabókinni segir til um hvaða spilari verði svikarinn og hvaða illu öflum hann muni stjórna í húsinu, eftir því hvaða spil hafa verið dregin og hvaða herbergi hafa verið könnuð. Svikarinn les sínar leiðbeiningar úr einni bók og hinir spilararnir lesa sínar úr annarri – bæði lið fá að vita hvaða takmörkum þau þurfa að ná til að vinna, en vita sjaldan nákvæmlega hvað hitt liðið þarf að reyna að gera til að stöðva þau áform. Þessi takmörk eru mjög mismunandi eftir spilum, en sem dæmi má nefna að drepa persónu svikarans, að fara með ákveðinn hlut inn í ákveðið herbergi hússins, eða að forðast svikarann í ákveðinn fjölda umferða. Síðan reynir á hvort húsið og svikarinn, eða hinir spilararnir, ná fyrst sínum sigurskilyrðum.

    Helsti og augljósasti kostur Betrayal at House on the Hill er auðvitað ófyrirsjáanleiki spilsins og fjölbreytileiki. Það eru hvorki fleiri né færri en 50 mismunandi Haunt möguleikar, sem eru allir ólíkir og spilast á ólíka vegu.

    Helsti og augljósasti kostur Betrayal at House on the Hill er auðvitað ófyrirsjáanleiki spilsins og fjölbreytileiki. Það eru hvorki fleiri né færri en 50 mismunandi Haunt möguleikar, sem eru allir ólíkir og spilast á ólíka vegu. Stundum fá spilararnir vampírur eða drauga, stundum nornir eða djöfladýrkendur, stundum brjálaðan axarmorðingja – ef það kemur fyrir í hrollvekju er það líklega á listanum einhversstaðar. Einnig hafa höfundar spilsins greinilega lagt mikið uppúr því að hafa lýsingartexta á öllum spilunum (sem dæmi: “Veggir herbergisins eru votir af blóði. Blóðið drýpur niður úr loftinu, niður veggina, yfir húsgögnin, og á skóna þína. Svo er það allt í einu horfið.”) sem skapa viðeigandi drungalegt andrúmsloft.

    Betrayal-at-House_02Spilið er þó auðvitað ekki gallalaust. Þar sem Haunt möguleikarnir eru svona margir og mismunandi, geta þeir einnig verið mismunandi í gæðum og erfiðleikastigi. Í sumum Haunts er nánast ómögulegt að svikaranum mistakist, og í öðrum er hann yfirleitt sigraður auðveldlega á 2-3 umferðum. Það hefði því mátt stilla betur jafnvægið milli svikarans og hinna spilaranna í þessum tilvikum. Annar galli er að það vantar því miður svolítið uppá gæði innihalds spilakassans, sérstaklega hlutanna sem eru úr plasti. Plastfígúrurnar virðast bogna auðveldlega, og litlu svörtu pinnarnir sem maður notar til að merkja stata persónanna eru alltof lausir og detta reglulega af.

    Þrátt fyrir nokkra smávægilega galla er Betrayal at House on the Hill frábært spil sem hægt er að spila aftur og aftur án þess að það verði leiðinlegt. Þeir sem hafa spilað það í tætlur verða spenntir að heyra að Avalon tilkynnti nýlega að í haust kemur út viðbót sem bætir við nýrri hæð í húsið, nýjum herbergjum, og auðvitað nýjum Haunt möguleikum.

    Mynd: Avalon Hill

    Betrayal at House on the Hill spilarýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaBattlefield 1 væntanlegur í október 2016
    Næsta færsla Kvikmyndarýni: Captain America: Civil War
    Þóra Ingvarsdóttir

    Svipaðar færslur

    Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel

    2. nóvember 2024

    Pest – Spil með sjúklega flott þema

    6. október 2024

    Eldur – Strangheiðarlegt létt samvinnuspil

    23. september 2024

    VAHÚÚ! Lego Super Mario grunnpakkinn prófaður

    30. september 2020

    Spilarýni: Ra – „fljótspilað og skemmtilegt uppboðsspil“

    9. ágúst 2018

    Borðspiladagurinn – Spilað út um allan heim laugardaginn 28.apríl

    25. apríl 2018
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.