Fréttir

Birt þann 22. maí, 2016 | Höfundur: Magnús Gunnlaugsson

Íslenski tölvuleikurinn Sumer við það ljúka fjármögnun á Kickstarter

Þann 8. apríl birtum við frétt af íslenska tölvuleiknum Sumer en þeir er nú mjög nálægt því að ljúka fjármögnun fyrir leikinn í gegnum Kickstarter. Þeir hafa nú safnað rúmlega 22 þúsundum dollurum eða 2,7 milljónum íslenskra króna en vantar um 3 þúsund dollara til að ljúka markmiði sínu innann þriggja sólarhringa.

Hönnuðir Sumer voru með kynningu á leiknum í Spilavinum á Alþjóðlega borðspiladeginum sem haldinn var þann 30. apríl og fékk ég þar að prófa leikinn sem blandar saman heim borðspila og tölvuleikja á einstakan og skemmtilegan hátt.

Í færslu sem Sigursteinn J. Gunnarsson birtir á Borðspilaspjallinu segir hann:

„Sumer er tölvuborðspil sem ég hannaði í leikjahönnunarnámi í New York. Við erum búnir að vera að vinna í leiknum í næstum tvö ár og erum að leita að stuðningi til að geta lagt loka hönd á leikinn. Hugmyndin var að nýta mekaník úr borðspilum í tölvuleik. Að gera leik sem væri nýtt skref á milli borðspila og tölvuleikja. Leikurinn er fyrir fjóra og leggur áherslu á worker-placement og uppboð.“

Hægt er að fá eintak af leiknum fyrir litla 15 dollara (tæpar 1.900 kr.) en einnig er hægt að styða við leikinn fyrir hærri upphæðir.

Leggðu þitt af mörkum og hjálpaðu Sumer að ná fjármögnun með að smella hér!

 


Uppfært 25. maí 2015:

Sumer náði takmarkinu á Kickstarter á tilsettum tíma og hefur þar með verið fjármagnaður!

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑