Fréttir

Birt þann 6. apríl, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Uppsöfnuð velta íslenska leikjaiðnaðarins 68 milljarðar króna

Í gær héldu samtök leikjaframleiðanda á Íslandi, IGI (Icelandic Game Industry), opinn aðalfund þar sem Hilmar Veigar, framkvæmdastjóri CCP og þáverandi stjórnarformaður IGI, fór meðal annars yfir nýjar tölur sem sýna svart á hvítu umfang íslenska leikjaiðnaðarins

Uppsöfnuð velta tölvuleikjaiðnaðarins eru heilir 68 milljarðar kr. frá árinu 2008 og er meðalvöxtur iðnaðarins 18% á ári. Mikil gróska hefur verið í leikjabransanum hér á landi undanfarin ár eins og sést á fjölda íslenskra leikjafyrirtækja sem eru orðin 18 talsins, þessi fyrirtæki eru:

CCP, Licorice, Plain Vanilla Games, Aldin Dynamics, Digon Games, Locatify, Lumenox, Radiant Games, Mussila, Solid Clouds, Sólfar, Study Cake , Jivaro, Novomatic, Gebo Kano, Loomus Games, Convex og 1939

rekstrartekjur_IGI

Hilmar undirstrikaði að nánast allar tekjur leikjaiðnaðarins koma erlendis frá eins og sést á þessu línuriti IGI sem sýnir yfirlit yfir útflutningstekjur og rekstrartekjur leikjaiðnaðarins. Hilmar fór yfir fleiri tölur eins og launatölur, sem eru hærri meðal fyrirtækja IGI en almennt í hugbúnaðargerð hér á landi.

Samhliða aðalfundi fór ný vefsíða IGI í loftið. Þar er hægt að nálgast ítarlegri hagtölur og lista yfir verkefni sem IGI setur í forgang og stöðu þeirra. Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir þá hefur IGI einnig breytt lógói samtakanna.

igi_logo_gamalt_og_nytt

Á aðalfundinum var kosið í nýja stjórn og er það Vignir Guðmundsson hjá Radiant Games sem var kosinn stjórnarformaður IGI og tók þar af leiðandi við af Hilmari Veigari. Radiant Games er íslenskt leikjafyrirtæki sem gaf nýlega út leikinn Box Island.

IGI_adalfundur_2016

Skoða fleiri myndir á Instagram 

Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑