Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Fréttir»Spilin sem verða spiluð í fjórðu þáttaröð af Tabletop
    Fréttir

    Spilin sem verða spiluð í fjórðu þáttaröð af Tabletop

    Höf. Magnús Gunnlaugsson27. apríl 2016Uppfært:29. apríl 20162 athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Fjórða þáttaröðin af Tabletop er nú í tökum en Wil Wheaton þáttastjórnandi og erkinörd hefur tilkynnt hvaða spil verða spiluð í þáttaröðinni sem mun hefjast í júní/júlí. Þriðja þáttaröðin olli nokkrum einstaklingum vonbrigðum þar sem ítrekað kom það fyrir að leikreglunum í spilunum hafði ekki verið fylgt nægilega vel eftir sem glöggvir áhorfendur tóku eftir og létu óánægju sína í ljós.

    Wheaton baðst afsökunar á þessum mistökum og hefur nú, til þess að koma í veg fyrir sömu mistök, fengið til liðs við sig einstaklinga frá útgefendum spilanna til að sjá til þess að farið verði eftir settum reglum.

    Nýja þáttaröðin mun innihalda breitt svið af spilum sem henta öllum aldurshópum en þátturinn nýtur mikilla vinsælda meðal fjölskyldna og vildi Wil Wheaton því leggja sérstaka áherslu á fjölskylduvæn spil. Það er þó ekki þar með sagt að borðspilanördar verði skildir útundan því meðal þeirra titla sem má finna er Eldritch Horror, Fury of Dracula og Tiny Epic Galaxies svo dæmi séu tekin.

    Hér má svo sjá heildarlista af spilum sem verða í þáttunum:

    • Lanterns
    • Fury of Dracula
    • Mysterium
    • Code Names (með sex leikmönnum)
    • FATE Core RPG (Spunaspil)
    • Dragon Farkle
    • Flashpoint
    • Harbour
    • Eldritch Horror
    • Star Realms
    • Monarch
    • Star Trek – 5 Year Mission
    • Champions of Midgard
    • Steam Park
    • Tiny Epic Galaxies
    • Welcome To The Dungeon
    • Misspent Youth RPG (Spunaspil)

    Uppröðunin hefur enn ekki verið ákveðin en þættirnir verða sýndir á tveggja vikna fresti á Youtube-rás Geek and Sundry. Ég mæli með að ef einhver er nú þegar að hugsa um að kaupa þessi spil sem eru á listanum að gera það von bráðar en þau spil sem hafa verið sýnd í þáttunum hafa oft orðið uppseld skömmu eftir sýningu hvers þáttar.

    Tabletop Wil Wheaton youtube
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSjáðu persónurnar í væntanlegu Preacher þáttunum
    Næsta færsla Alþjóðlegi borðspiladagurinn 2016 – Spilavinir og Nexus með dagskrá
    Magnús Gunnlaugsson
    • Facebook

    Svipaðar færslur

    Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel

    2. nóvember 2024

    Pest – Spil með sjúklega flott þema

    6. október 2024

    Eldur – Strangheiðarlegt létt samvinnuspil

    23. september 2024

    Upptaka af Hellblade II með íslenskum texta komin á YouTube

    1. júní 2024

    Spilum Halo Infinite

    16. desember 2021

    Spilum tölvuleiki á YouTube

    8. október 2020
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.