Bíó og TV

Birt þann 31. mars, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

Final Fantasy XV anime sería – 1. þáttur kominn á netið

Brotherhood: Final Fantasy XV er ný Final Fantasy anime sería sem samanstendur af fimm þáttum. Þættirnir fjalla um prinsinn Noctis, aðalsöguhetjuna í Final Fantasy XV, og þrjá vini hans. Þættirnir eru eins konar upphitun fyrir leikinn sem kemur í verslanir 30. september á þessu ári á PlayStation 4 og Xbox One. Hægt er að skoða sýnishorn úr leiknum hér.

Þættirnir fimm verða allir aðgengilegir í gegnum YouTube rás Final Fantasy XV og var fyrsti þátturinn í seríunni birtur á rásinni í morgun. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á stikluna úr Brotherhood: Final Fantasy XV og fyrsta þáttinn í heild sinni.

 

STIKLA ÚR BROTHERHOOD FF XV

 

BROTHERHOOD: FF XV – 1. ÞÁTTUR

Bjarki Þór Jónsson

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑