Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Greinar»Fimm leikir sem fylgja lögmáli Bushnells
    Greinar

    Fimm leikir sem fylgja lögmáli Bushnells

    Höf. Bjarki Þór Jónsson23. ágúst 2015Uppfært:4. maí 2016Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Bandaríski verkfræðingurinn Nolan Bushnell stofnaði tölvuleikjafyrirtækið Atari árið 1972. Nolan hefur haft mikil áhrif á tölvuleikjaiðnaðinn í gegnum tíðina, meðal annars með fyrirtækinu Atari og PONG spilakassanum, sem var fyrsti tölvuleikurinn sem náði miklum vinsældum meðal almennings.

    All the best games are easy to learn and difficult to master.

    Nolan Bushnell sagði að „All the best games are easy to learn and difficult to master.“, eða að „allir bestu leikirnir er auðvelt að læra á og erfitt að ná góðum tökum á.“ Þessi spakmæli þekkjast betur í dag sem lögmál Bushnells. Til gamans má geta þá hefur tölvuleikjafyrirtækið Blizzard (Diablo, StarCraft og World of Warcraft) tileinkað sér þessa vinnureglu; að það eigi að vera auðvelt að læra á tölvuleik, en erfitt að ná fullkomnum tökum á honum.

    Hér koma nokkrir góðir leikir sem fylgja lögmáli Bushnells:

     

    PONG

    Það er ekki hægt annað en að byrja þennan lista á PONG spilakassanum sem var gefinn út árið 1972 og sló heldur betur í gegn. PONG hefur gjarnan verið flokkaður sem fyrsti tölvuleikurinn þar sem þetta var fyrsti tölvuleikurinn sem var aðgengilegur almenningi og náði miklum vinsældum. Í leiknum stjórnar spilarinn tennisspaða og er markmiðið að slá í bolta til að koma í veg fyrir að andstæðingurinn skori. Leikurinn getur verið lúmskt erfiður og tekur tíma að ná góðum tökum á honum.

    Leiðbeiningarnar sem fylgdu PONG spilakassanum voru unaðslega einfaldar:

    DEPOSIT QUARTER
    BALL WILL SERVE AUTOMATICALLY
    AVOID MISSING BALL FOR HIGH SCORE

     

    TETRIS

    Tetris leikurinn er í sjálfu sér ekki svo erfiður, heldur er það hraði leiksins sem reynist spilurum oft erfiður. Tetris byrjar yfirleitt hægt og rólega þar sem spilarinn hefur nægan tíma til að dunda sér við að snúa og færa kubbana til að mynda beinar raðir og safna stigum. Hægt en örugglega fara kubbarnir að hreyfast hraðar, spilarinn klúðrar fleiri og fleiri línum, þar til á endanum að allt fer í rugl.

    Leikurinn verðlaunar spilarann með hærri stigagjöf og nýjum borðum.

     

    HEARTHSTONE

    Hearthstone er kortaspilaleikur sem hentar bæði þeim sem hafa verið að spila kortaspil (líkt og Magic: The Gathering) sem og byrjendum. Leikurinn nær að halda ótrúlega góðu jafnvægi milli andstæðinga og spilastokka í leiknum. Kostur leiksins er hve auðvelt er að detta inní leikinn þar sem kortin og spilaborðin eru virkilega skemmtilega skreytt. Auk þess er auðvelt að skilja hvað kortin gera þar sem þau innihalda stuttar lýsingar í stað langra reglubóka. Með tímanum læra spilarar þó að sjá hvaða spil virka vel gegn öðrum spilum og endurraða í spilastokkana sína. Leikurinn verðlaunar spilarann með því að hækka stöðuna hans (rank) og gefa honum spilapeninga sem hann getur notað til að kaupa ný kort o.fl.

    Til gamans má geta að þá spilar íslenski atvinnuleikmaðurinn Jökull „Kaldi“ Jóhansson Heartstone.

     

    SIZE DOES MATTER

    Ólíkt Flappy Bird og Super Hexagon þá leyfir Size Does matter leikurinn þér að lifa í nokkrar mínútur áður en hann verður erfiður. Í leiknum stjórnar spilarinn kubbum sem mega ekki rekast í aðra kubba á leið sinni í gegnum hvert borð. Ekki nóg með það, heldur þarf spilarinn líka að safna stigum til að opna næsta borð. Það getur mjög verið auðvelt að missa af mörgum stigum á stuttum tíma. svo með tímanum er nánast undantekningarlaust nauðsynlegt að enduræsa borðið eftir að hafa klesst á aðeins einn kubb. Leikurinn getur reynt á taugarnar en frábær kubbatónlist og upplífgandi grafík bjarga málunum. Leikurinn er fljótur að refsa, en stóru verðlaunin eru klárlega þau að ná að lifa af erfiðustu borð leiksins.

    Size Does Matter var valinn besti handheldi tölvuleikurinn á Nordic Game Awards í ár.

     

    ROCKET LEAGUE

    Rocket League nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. Leikurinn er auðveldur í spilun en erfitt er að ná fullkomnu taki á leiknum. Í Rocket League stjórnar spilarinn bíl og á að reyna að skora sem flest mörk á fimm mínútum. Spilarar geta verið saman í liði gegn öðrum, og er allt leyfilegt í leiknum. Svona ef maður pælir í því þá virkar Rocket League í raun eins og fjölspilunarútgáfa af PONG (bara frá öðru sjónarhorni), þar sem fótboltinn er tennisboltinn og bílarnir eru spaðarnir. Reglurnar eru líka afskaplega svipaðar og skemmtilega einfaldar.

    Við gáfum Rocket League fimm stjörnur – lestu gagnrýnina okkar hérna.

     

    Heimildir: Wikipedia og Pong Museum / Forsíðumynd: Wikimedia

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson

    Bjarki Þór Jónsson Hearthstone Lögmál Bushnells nolan bushnell pong Rocket League Size Does Matter Tetris
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaBox Island kemur út eftir helgi – Rökfræðilegur þrautaleikur fyrir krakka
    Næsta færsla Þetta er allt Viggó að kenna! – Myndasögusmiðja í Grófarhúsi: Ingi Jensson
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.