Íslenskt

Birt þann 10. júní, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Myndhöggvarinn Brian Muir áritar í Nexus 13. júní

Myndhöggvarinn Brian Muir mætir í Nexus laugardaginn 13. júní til að árita muni, myndir og fleira. Brian Muir bjó meðal annars til hjálm og búning Svarthöfða í Star Wars út frá hönnun Ralph McQuarrie. Auk þess bjó Brian til Stormtrooper búningana og kom að gerð vélmennisins C-3PO í sömu mynd. Brian Muir hefur einnig búið til hluti fyrir Harry Potter, Indiana Jones, Krull, James Bond og margar fleiri vel þekktar myndir úr kvikmyndasögunni.

Brian rukkar 3.000 kr fyrir hverja áritun, en algengt er að aðilar rukki upphæðir fyrir áritanir á ráðstefnum og hátíðum (t.d. London Film & Comic-Con og Mad Monster Party). Bók Brians, In the Shadow of Vader, verður einnig til sölu og mun áritað eintak kosta 4.000 kr.

Íslenski listamaðurinn Odee verður einnig á svæðinu og mun selja plakatið Sabretrail á sérstöku tilboðsverði, 4.500 kr.

Svarthöfði, Boba Fett og Stormtrooper verða einnig á svæðinu!

Skoða viðburðinn á Facebook

-BÞJ / Mynd: Wikimedia Commons

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑