Fréttir

Birt þann 17. júní, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

E3 2015: Allt það helsta frá Ubisoft

South Park: The Fractured but Whole

Nýr South Park leikur er væntanlegur frá höfundum þáttanna, Trey Parker og Matt Stone. Trey og Matt sögðust aldrei aftur ætla að gera annan South Park leik eftir Stick of Truth – en svo breyttist það (sem betur fer). Í þetta sinn fara vinir okkar í South Park í ofurhetjubúningana!

 

For Honor

Ubisoft er að þróa nýjan leik sem ber titilinn For Honor. Í honum er hægt að keppa sem víkingur, riddari eða samúræi í 4 gegn 4 PvP bardögum. Leikurinn er brútal og áhugaverð samblanda af návígi og hópspilun.

 

Ghost Recon Wildlands

Leikurinn Tom Clancy’s Ghost Recon Wildlands var kynntur og nýtt sýnishorn sýnt úr pre-alpha stigi leiksins.

 

Assassin’s Creed Syndicate

Ný stikla úr Assassin’s Creed Syndicate var sýnd á kynningarfundinum. Leikurinn er fyrsti nútímanlegi Assassin’s Creed leikurinn, en hann gerist í London árið 1868.

 

The Division

Ubisoft sýndi nýtt sýnishorn úr The Division, leiknum sem fyrirtækið kynnti á E3 í fyrra. Í þessu nýja sýnishorni fylgjumst við með spilurum sem eru staddir í The Dark Zone, en þar getur allt gerst og engum treystandi. Leikurinn er væntanlegur 8. mars 2016 á PC, PS4 og Xbox One.

 

Rainbow Six Siege

Leikkonan Angela Bassett mætti á sviðið til að kynna Rainbow Six Siege. Þetta er í fyrsta sinn sem Angela tekur þátt í gerð tölvuleiks, en hún fer með hlutverk í leiknum. Sífellt algengara er að fá leikara til að fara með hlutverk í tölvuleikjum og áhugavert að sjá aukið samstarf milli tölvuleikjaiðnaðarins og kvikmyndaiðnaðarins.

 

Anno 2205

Byggingarleikurinn Anno 2205 gerist í framtíðinni. Í leiknum geta er hægt að byggja borgir, bæði á jörðinni og í geimnum. Beta útgáfa leiksins er væntanleg síðar á þessu ári.

 

Trackmania Turbo

Einstaklega hraður og öðruvísi bílaleikur. Minnir svolítið á samblöndu af gamla góða Stunts og MegaRace með japönsku ívafi. Leikurinn reynir ekki að hafa allt sem raunverulegast (líkt og Forza) heldur teygir ímyndunaraflið til að gera leikinn fjölbreyttann og öðruvísi en aðra bílaleiki.

 

The Crew og Trials Fusion aukapakkar

Aukapakkinn The Crew: Wild Run er væntanlegur 17. nóvember 2015 og aukapakki fyrir Trials Fusion kemur 14. júlí 2015. Trials Fusion aukapakkinn ber líklega frumlegasta og svakalegast titilinn á E3 í ár; Trials Fusion Awesome Level MAX. Auglýsingin fyrir aukapakkann er líka mjög áhugaverð, en hún inniheldur kött á einhyrningi!

 

Just Dance 2016

Nýr Just Dance er á leiðinni. Í þetta sinn verður ekki nauðsynlegt að vera með myndavél tengda við leikjatölvuna heldur dugar að nota snjallsíma. Leikurinn kemur á alla helstu leikjatölvurnar og verður með tímanum boðið upp á netþjónustu þar sem spilarar geta sótt sér ný lög samstundis í gegnum leikinn.

 

Höfundur er
Bjarki Þór Jónsson

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑