Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: Grafir og bein
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: Grafir og bein

    Höf. Nörd Norðursins22. nóvember 2014Uppfært:28. mars 2016Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Bjarki Þór Jónsson skrifar:

    Grafir og bein er ný íslensk draugamynd sem Anton Sigurðsson leikstýrir. Með aðalhlutverk fara Björn Hlynur Haraldsson (Hraunið, Borgríki og Sveitabrúðkaup), Nína Dögg Filippusdóttir (Heimsendir, Kóngavegur og Börn) og Elva María Birgisdóttir.

    Grafir og bein fjallar í stuttu máli um hjónin Gunnar og Sonju sem lifðu draumalífi. Það breyttist snögglega þegar Dagbjört, dóttir þeirra, deyr og til að gera hlutina enn erfiðari er Gunnar sakaður um ólöglega viðskiptahætti í góðærinu. Þegar Sigurður, bróðir Gunnars, deyr ákveða hjónin að taka dóttur hans í fóstur og sækja hana í afskektu húsi sem Sigurður bjó í ásamt fjölskyldu sinni. Húsið á sér drungalega sögu og fara undarlegir hlutir fljótt að eiga sér stað…

    Myndin byrjar ágætlega með áhugaverða og trúverðuga sögu sem nær að draga áhorfandann í myndina. Ekki er vottur af reynsluleysi þeirra sem komu að gerð myndarinnar þar sem kvikmyndatakan og leikurinn eru til fyrirmyndar, en þetta er fyrsta myndin í fullri lengd sem Anton Sigurðsson leikstýrir. Samtölin í myndinni eru vel skrifuð og leikurinn trúverðugur. Myndin er aftur á móti veik sem hrollvekja og draugamynd. Strax í upphafi myndarinnar er reynt að vekja upp óhug áhorfandans með stuðandi hljóðum án þess að hafa náð að byggja upp einhvern ótta. Myndin fókusar á sálrænan hrylling sem því miður nær ekki alveg að virka. Það er ekki nóg að koma með stuðandi hljóð og einstök bregðuatriði þar sem alla dulúð vantar í myndina og því nær hún ekki að vekja upp almennilegan ótta.

    Grafir_og_bein_03

    Aðra sögu er að segja um drama-hluta myndarinnar. Hann er nokkuð grípandi og er leikurinn til fyrirmyndar. Myndin er aldrei leiðinleg þó vissulega hafi vantað nánast allan hryllingin í hana, en myndin nær samt sem áður að toppa Reykjavik Whale Watching Massacre og Frost í minni íslensku-hrollvekju-bók. Þó svo að almennilegan hryllingin vanti í myndina eru nokkur skot sem ná að láta mann hoppa úr sætinu og lætur kalt vatn renna milli skinns og hörunds. Sömuleiðis eru nokkur skot sem eru virkilega flott tekin með áhugaverðum sjónarhornum sem gerir myndina skemmtilegri að horfa á.

    Á heildina litið er myndin ágæt skemmtun. Grafir og bein er heldur væg draugasaga sem nær ekki að vekja upp óhug en nær að koma áhorfandanum á óvart með góðum köflum. Myndina skortir dulúð. Kvikmyndatakan og leikurinn eru til fyrirmyndar og verður áhugavert að fylgjast með Antoni Sigurðssyni, leikstjóra myndarinnar, í framtíðinni.

    Anton Sigurðsson Bjarki Þór Jónsson Grafir og bein hrollvekja kvikmyndarýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaTHIS IS EVE – Spilarar í aðalhlutverki í nýrri stiklu úr EVE Online
    Næsta færsla Myndband CCP skekur tölvuleikjaiðnaðinn
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.