Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: The Babadook [RIFF]
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: The Babadook [RIFF]

    Höf. Nörd Norðursins4. október 2014Uppfært:28. mars 2016Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Þrándur Jóhannsson skrifar:

    The Babadook (i: Óværan) er ný hryllingsmynd leikstýrð af Jennifer Kent og er ein stærsta myndin sem sýnd er á RIFF í ár. Myndin fjallar um ástralska ekkju að nafninu Amelia og sjö ára son hennar, Sam. Amelia hefur aldrei verið söm eftir að eiginmaður hennar lést í bílslysi þegar hann var að keyra hana upp á spítala til að fæða Sam. Sam er mjög erfiður strákur. Hann er hávær og á erfitt með að eignast vini og umgangast annað fólk. Eitt kvöld finnur Sam dularfulla bók sem hann fær móður sína til að lesa fyrir sig. Bókinn fjallar um skrímslið Babadook. Bókin hræðir líftóruna úr Sam en Amelia reynir sitt besta til að samfæra hann um að Babadook sé ekki til, en þá er lamið á dyrnar. Baba, DOOK! DOOK! DOOK!

    Persónulega er ég ekki hrifinn af hryllingsmyndum. En það sem ég hata mest við þær er óþörf og heimskuleg bregðu atriði sem koma reglulega í Hollywood hryllingi. Babadook hefur nánast engin bregðu atriði og reynir frekar að hræða áhorfandann með því sem er að gerast á skjánum frekar en að bregða honum. Myndin leikur sér oft með að byggja upp týpísk bregðu atriði en þau enda aldrei á því að láta eitthvað poppa upp á skjáinn. Babadook sjálfur er virkilega hryllilegur þegar hann er í mynd sem er þó sjaldan, sem er ekki endilega ókostur. Myndin byggir upp svakalegt andrúmsloft sem heldur manni spenntum og hræddum í gegnum myndina með því að nota flottar tökur, lýsingu, og gott handrit. En það sem hjálpar þessu magnaða andrúmslofti eru leikararnir. Essie Davis sem leikur Amelia neglir hlutverkið fullkomlega. Hún nær að koma þreytunni til skila til áhorfandans sem fylgir því að vera einstæð móðir sem er að ala upp óþekkan strák og þarf líka að vinna alla daga. Spillir: Einnig nær hún að koma til skila hræðslunni og stressinu sem fylgir því að lifa með Babadook í húsinu og hvernig það breytir henni andlega. Sama er hægt að segja um sjö ára leikarann Noah Wiseman sem leikur Sam. Þó að þetta sé fyrsta stór myndin hans þá er hann alveg framúrskarandi leikari. Þó að hann fari ekki með svakalegar ræður þá fær hann að gera marga krefjandi hluti sem leikari. Eins og Essie þá kemur hann því skýrt til skila í hvaða ástandi persónan er, hræddur, reiður og framvegis. Var ég búinn að taka það fram að hann væri sjö ára?

    Babadook_01

    Ef þú vilt vera vel hrædd/ur í einn og hálfan tíma eða vilt sjá góða kvikmynd með flottum leikurum og góðum söguþræði þá mæli ég eindregið með The Babadook.

    hrollvekja kvikmyndarýni RIFF The Babadook Þrándur Jóhannsson
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: Destiny
    Næsta færsla Ofvitar #24 – Netfang
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Íslensk mynd um vináttu í Eve Online hlýtur verðlaun

    14. júní 2019

    Skaparar It’s Always Sunny in Philadelphia búa til þætti um leikjahönnun

    10. júní 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.