Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Topp 10 sam- og tvíkynhneigðar myndasögupersónur
    Bækur og blöð

    Topp 10 sam- og tvíkynhneigðar myndasögupersónur

    Höf. Nörd Norðursins9. ágúst 2014Uppfært:15. ágúst 2018Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Í tilefni hinsegin dögum þá fannst mér við hæfi að gera lista með mínum uppáhalds tví- og samkynhneigðum myndasögumpersónum. Ef það er einhver persóna sem þér finnst vanta á listann þá máttu endilega láta vita í kommentunum hér fyrir neðan. Njóttu listans og eigðu gleðilega hinsegindaga.

     

    10. Mystique (X-Men)

    Mystique

    Þó að Mystique hefur haft ástarsamband með mörgum karlmönnum í Marvel heiminum og eignast börn með þó nokkrum þeirra þá er það einnig þekkt að hún hafi verið í ástarsamböndum með konum.

     

    9. Upsher og Doff (Saga)

    Upsher_Doff_Saga

    Upsher og Doff eru blaðamenn frá plánetunni Jetsam. Þeir ferðast um allan heiminn til að geta skrifað bestu blaðagreinarnar og komast þeir of í mjög hættulegar aðstæður. Þó að þeir séu aukapersónur í myndasögunni Saga þá er ávallt áhugavert að fylgjast með ævintýrum þeirra.

     

    8. Betty (Rat Queens)

    Betty

    Betty er ein af aðalpersónunum úr hinni sí vinsælu fantasíu seríu, Rat Queens. Þó að Betty er einhverskonar hobbiti þá hefur hún stórt hjarta og er hugrökk sem ljón.

     

    7. Kisi (Eineygði kötturinn Kisi)

    Kisi

    Kisi er nokkuð einfaldur köttur sem elskar „Gilmore Girls“ og músakjöt með vindaloo-sósu. Hann hefur bjargað heiminum frá innrás hnakka og barist við kreppuna. Kisi var ekki opinberlega samkynhneigður fyrir lesendum hans fyrr en 2010 þegar fyrverandi kærasti hans var kyntur til sögunnar, þó fyrir það var það gefið í skyn að hann væri samkynhneigður.

     

    6. Alan Scott (Earth-2)

    Alan_Scott

    Alan Scott er fyrsti Green Lanterninn sem var kyntur til sögunar 1940 og var hann þá gagnkynhneigður en árið 2012 var því breytt í New-52 endurgerðinni hjá DC. Alan er því miður einn af örfáum samkynhneigðum persónum í DC heiminum og var það því stórt skref fyrir fyrirtækið.

     

    5. Páll Óskar (Ógæfa)

    Pall_Oskar

    Í fyrra gaf einn stærsti höfundur þjóðarinnar, Hugleikur Dagsson, út bókina Ógæfa. Aðalpersóna Ógæfu er enginn annar enn popp-kóngurinnsjálfur, Páll Óskar, sem þarf að berjast uppvakninga í hundrað og einum. Síðan þessi bók kom út þá hefur mig virkilega langað í myndasögu þar sem Páll Óskar er ofurhetja sem bjargar heiminum frá allskonar ógnum.

     

    4. Northstar og Kyle Jinadu (Astonishing X-Men)

    Northsta_Kyle Xmen

    Árið 2012 tók Marvel stórt skref í sögu myndasagna og létu ofurhetjuna og X-manninn Northstar byðja um hönd kærasta síns í Astonishing X-men #50 og meðfylgjandi brúðkaup í Astonishing X-men #51. Þetta var fyrsta samkynhneigða brúðkaupið sem hefur komið fram í myndasögum og vakti það mikla athygli um allan heim. Flest allir fögnuðu þessum atburði en þó fengu nokkrar búðir kvörtunarbréf frá foreldrum fyrir að selja börnum þessi tvö blöð.

     

    3. Wallace Wells (Scott Pilgrim)

    Wallace_Wells_Scott_Pilgrim

    Wallace Wells er einn vinsælasti karakter úr vestrænu manga-sögunum um Scott Pilgrim. Flestir þekkja hann úr myndinni sem Edgar Wright leikstýrði og geta allir sem hafa séð myndina komið með sniðugan og skemmtilegan frasa sem Wallace kom með.

     

    2. Wiccan og Hulkling (Young Avengers)

    Wiccan_Hulkling_Young_Avengers

    Wiccan og Hulkling eru hluti af ofurhetjuliðinu Young Avengers sem kom fyrst fram 2005-2006 og var það þá sem þeir byrjuðu sambandið og hefur það þróast mikið í nýju Young Avengers seríunni sem kom út 2013.

     

    1. Kate Kane (Batwoman)

    Batwoman

    Batwoman er án efa ein sterkasta og áhugaverðasta ofurhetja sem hægt er að lesa um í dag. Hún á oft mjög erfitt með að lifa tvöföldu lífi sem ofurhetja og elskuhugi og er því mjög gaman að sjá hvernig samband hennar og kærustunnar, Maggie Sawyer. Fyrir ári plönuðu rithöfundar seríunar að láta þær gifta sig en DC tóku sá óvinsælu ákvörðun að banna þeim það. Margir lýstu yfir óánægju sinni á þessari ákvörðun þar að meðal rithöfundarnir sem ákváðu að hætta að skrifa þennan titil því þeir töldu þetta brúðkaup vera mjög mikilvægt í þróun persónanna.

    Þrándur

     

    HÖFUNDUR:
    ÞRÁNDUR JÓHANSSON

     

     

    topplisti Þrándur Jóhannsson
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaMyndir frá HRingnum 2014 – Uppfært
    Næsta færsla Tölvutek Black sigrar League of Legends mót HRingsins 2014
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #55 – Leikir ársins 2024 og Switch 2 orðrómar

    13. janúar 2025

    Allt það vinsælasta á Nörd Norðursins árið 2024

    1. janúar 2025

    10 vel heppnaðir hinsegin tölvuleikir

    8. ágúst 2022

    Sjö ómissandi Switch leikir

    30. júní 2022

    Þrír vinsælustu þættir Leikjavarpsins árið 2021

    29. desember 2021

    Fimm bestu tölvuleikir ársins 2021

    14. desember 2021
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.