Tækni

Birt þann 24. ágúst, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Nútíma uppfærslur

Zoe Quinn hefur í hendinni NTAG216 örflögu sem inniheldur 888 bita af lesanlegum og skriflegum gögnum. Hún getur forritað örflöguna með því að halda á snjallsíma fyrir ofan hendina og virkar því eins og utanáliggjandi harður diskur. Hún er ekkert hrædd um að hakkarar komist í gripinn því það þarf að vera í tíu seintímetra fjarlægð svo hægt sé að tengjast, sem þýðir að þeir eru í góðu höggfæri.

Zoe setti örflöguna sjálf í sig auk þess að hafa einnig sett segul í puttann á sér, en mælir ekki með að fólk sé að gera þetta sjálft. Þrátt fyrir að hún hafi fengið þjálfun að gata fólk þá er þetta mikil áhætta og segir sig sjálfa vera mjög kærulausa.

Hún er ekki enn búin að gera sér almennilega grein fyrir hvaða möguleika þessi uppfærsla býður upp á og er alltaf að prófa sig áfram og þróa áfram þessa hugmynd. Spurning hvort kvenkyns útgáfan af Adam Jensen sé mætt á svæðið.

Hér er hægt að horfa á myndbandið þar sem sést meðal annars hvernig Zoe kom örflögunni fyrir í hendinni. Við tökum fram að myndbandið er ekki fyrir viðkvæma.

 

Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑