Birt þann 16. júlí, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Ný stikla úr Angry Video Game Nerd: The Movie
Í næstu viku verður kvikmyndin Angry Video Game Nerd: The Movie frumsýnd í Bandaríkjunum og hefur ný stikla úr myndinni litið dagsins ljós. Ofurnördið James Rolfe, eða Angry Video Game Nerd eins og hann er betur þekktur sem, hefur notið gríðarlegra vinsælda á YouTube fyrir samnefnda þætti þar sem James spilar – og pirrast mjög – yfir gömlum tölvuleikjum.
Til gamans má geta þá tókum við hjá Nörd Norðursins viðtal við reiða leikjanördið í fyrra og gagnrýndum auk þess AVGN þættina á DVD.
Við bendum þeim lesendum sem hafa áhuga á AVGN einnig á nokkra þætti um retroleiki sem er vert að horfa á að mati Kristins Ólafs og 10 uppáhalds nörda YouTube rásirnar hans Helga Freys.
Hér má svo sjá eldri stikluna úr myndinni frá árinu 2012:
Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
leikjanörd og ritstjóri Nörd Norðursins.