Íslenskt

Birt þann 14. maí, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Tölvuhakk og geimfatnaður á TEDxReykjavík 2014

Ýmir Vigfússon

Ýmir Vigfússon

TEDxReykjavík ráðstefna verður haldin í Hörpu þann 17. maí næst komandi. Markmið ráðstefnunnar er að ljá góðum hugmyndum vængi. Boðið er upp á fyrirlestra þar sem kynntar eru nýjar hugmyndir og spennandi uppgötvanir. TEDxReykjavík er kjörinn vettvangur fyrir Íslendinga til að koma hugmyndum sínum á framfæri á alþjóðlegum vettvangi, en erindin eru flest á ensku.

Á ráðstefnunni munu ýmsir mælendur halda fjölbreytt erindi um ýmis málefni. Á meðal mælenda eru Ólafur Stefánsson handboltaþjálfari; Gulla Jónsdóttir arkitekt; Þórir Ingvarson, rannsóknarlögreglumaður; Pétur K. Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður og Ásdís Olsen, kennari.

Tvö erindi vekja þó sérstaka athygli hjá okkur nördunum:

Annars vegar ætlar mun Ýmir Vigfússon, doktor í tölvunarfræði og aðstoðarprófessor við Háskólann í Reykjavík, halda erindi um ástæður þess að hann kennir nemum sínum að hakka. Ýmir er forsprakki hakkarakeppni HR, sem hefur verið haldin síðan 2011. Að mati Ýmis er besta aðferðin að kenna nýrri kynslóð forritara að þekkja andstæðinginn og fyrirbyggja árásir sú að kenna þeim sjálfum að gera slíkar árásir.

Hins vegar mun Karl Aspelund prófessor við háskólann í Rhode Island flytja erindi um hvernig fatnaði geimfarar eigi að klæðast á löngum geimferðum. Aspelund er þátttakandi í verkefninu 100 Year Starship, en markmiðið með því verkefni er að gera hugmyndina um að senda mannað geimfar út fyrir sólkerfi okkar að veruleika innan 100 ára. Aspelund rannsakar hvernig fatnaði geimfararnir myndu klæðast á slíkri ferð. Hins vegar þarf að skoða meira en bara praktísk atriði eins og hönnunarferli, efnisval, viðgerðir og endurnýtingu fatnaðarins. Að endurhugsa það hvernig við klæðum okkur krefst einnig þess að við endurhugsum sjálfsmynd okkar, sköpunargleði og tjáningu. Hægt er að kynna sér verkefni betur á: 100yss.org.

Miðasala er hafin á vefsíðunni www.tedxreykjavik.is.

TEDxReykjavík á Facebook

 – Fréttatilkynning frá TEDxReykjavik
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑