Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Greinar»Allt það helsta frá EVE Fanfest 2014
    Greinar

    Allt það helsta frá EVE Fanfest 2014

    Höf. Nörd Norðursins6. maí 2014Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Hin árlega EVE aðdáendahátíð fór fram í Hörpu dagana 1.-3. maí. Um 3.000 manns sótti hátíðina og þar af voru 1.500 erlendir gestir. Elmar Víðir, Kristinn Ólafur og Bjarki Þór hjá Nörd Norðursins voru á staðnum og tóku saman það helsta frá hátíðinni.

     

    Fortíð, nútíð og framtíð EVE: Valkyrie

    EVE_VR_000

    CCP tilkynnti að leikurinn myndi keyra á nýju Unreal 4 grafíkvélinni. Í leiknum leikur maður flugmann í sveit fyrstu valkyrjunnar Ránar. Þegar valkyrjuflugmenn deyja eru þeir endurlífgaðir gegnum klónun og geta því barist að eilífu. Til að byrja með er hægt að fljúga þremur mismunandi tegundum geimskipa: Fighter, Heavy og Support. Engin önnur en Katee Sackhoff („Starbuck“ úr Battlestar Galactica) mun ljá Rán rödd sína í leiknum. Leikurinn verður fáanlegur í sýndarveruleikagleraugum Oculus Rift og Project Morpheus fyrir PlayStation 4.
    :: Lesa meira >>

     

    Skotleikur í anda DUST 514 væntanlegur á PC

    DUST_514_000

    Leikurinn „Project Legion“ var kynntur en það er nafn á nýjum leik sem CCP vinnur að um þessar mundir. Leikurinn byggir á grunni DUST 514 en verður gefinn út á PC-tölvur, ólíkt DUST 514 sem er eingöngu fáanlegur á PS3. Aukið frelsi felst í því að gefa leikinn út á PC að mati CCP . Hér er hægt að horfa á stutt myndbrot úr „Project Legion“.
    :: Lesa meira >>

     

    EVE Online fær 10 uppfærslur á ári

    EVE_ONLINE_000

    EVE Online hefur vanalega verið að fá tvær uppfærslur á ári, en á hátíðinni var tilkynnt að stefnt er að því að gefa út 10 uppfærslur á ári næstu 10 árin. Uppfærslurnar fá nöfn grísku guðanna og sú fyrsta fær nafnið Kronos og verður gefinn út þann 3. júní. Sú uppfærsla verður frekar stór og með miklu efni. Eftir þá uppfærslu verða uppfærslur gefnar út á u.þ.b. 6 vikna fresti. Þetta þýðir að CCP geti lagt meiri metnað í uppfærslurnar og auðvelda þeim að laga nauðsynlega hluti.
    :: Lesa meira >>

     

    EVE á frönsku og meira af EVE varningi væntanlegur

    EVE_ONLINE_001

    CCP Presents hefur ávallt verið mest spennandi fyrirlesturinn á EVE Fanfest síðast liðin ár. Á kynningunni hafa framleiðendur, markaðsmenn og hönnuðir CCP sýnt hvað er framundan hjá fyrirtækinu, og þar með gefið aðdáendum sínum smá forsmekk af því sem koma skal á komandi mánuðum og árum. Meðal þess sem kom fram var að EVE Online mun vera aðgengilegur á frönsku síðar á þessu ári. Einnig er ýmiskonar EVE varningur væntanlegur í verslanir og má þar meðal annars nefna teiknimyndasögurnar True Stories og endurútgáfu EVE: Source – Limited Edition sem var upphaflega prentuð í 1.400 eintökum. EVE Fanfest 2015 verður haldið helgina 19.-21. mars, og var dagsetningin ákveðin út frá því að þann 20. mars munu hátíðargestir (og allir Íslendingar) eiga möguleika á að sjá sólmyrkva ef veður leyfir.
    :: Lesa meira >>

     

    Nýtt myndband – The Prophecy

     

    Myndir frá hátíðinni

    Bjarki Þór Jónsson ccp dust 514 Elmar Víðir Másson eve fanfest EVE fanfest 2014 eve online EVE Valkyrie Kristinn Ólafur Smárason
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaNýtt sýnishorn úr Project Legion
    Næsta færsla Myndasögusýning Jan Pozok í myndasögudeild Borgarbókasafnsins
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.