Fréttir

Birt þann 13. mars, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

IKUE – Nýr íslenskur heilabrotsleikur

Aðdáendur heilabrota ættu að leggja við hlustir því í dag gaf íslenska hugbúnaðarhúsið Gebo Kano út nýjan og einstakan heilabrotsleik fyrir iPad, iPhone og iPod Touch.

IKUE er skemmtilegur og krefjandi formþrautaleikur fyrir fólk sem vill nota heilann meðan það leikur sér. Leikurinn er alvöru heilaleikfimi sem þjálfar rýmisgreind og lausnahugsun.

Þrautirnar er í anda hinnar aldagömlu kínversku Tangram þrautar en með einstökum formum úr hugarheimi Kristjáns Sætran Bjarnasonar sem hannaði leikinn fyrst sem borðspil. Útlit leiksins og yfirbragð er róandi og fallegt og hefur fengið mikið lof frá bæði prófurum og erlendum leikjaútgefendum og gagnrýnendum sem voru spenntir fyrir útgáfu leiksins.

IKUE er hinn fullkomni ígripsleikur sem má grípa í á læknabiðstofunni, í strætó eða á klósettinu og þjálfa heilann örlítið í leiðinni.

Grunnpakki IKUE er ókeypis. Hann inniheldur 100 borð í mismunandi erfiðleikastigum sem eru tengd saman með heillandi söguþræði. Ef það dugar ekki þá geta þeir duglegustu náð sér sér í 400 borð til viðbótar.

Hægt er að sækja IKUE í símann og iPadinn í App Store í öllum löndum.

IKUE í íslenksu app búðinni

 

Sýnishorn

– Fréttatilkynning frá Gebo Kano
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑