Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Spilarýni: King of Tokyo Power Up [aukapakki]
    Spil

    Spilarýni: King of Tokyo Power Up [aukapakki]

    Höf. Nörd Norðursins21. febrúar 2014Uppfært:27. apríl 2016Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Daníel Páll Jóhannsson skrifar:

    King of Tokyo Power Up er fyrsti aukapakkinn sem var gefinn út fyrir spilið King of Tokyo.

    Aukapakkinn inniheldur nýtt skrímsli, bambusbrjáluðu pönduna Pandakaï og viðbótar þróunarspil (e. evolution cards). Þessi spil gjörbreyta leiknum til hins betra og gefa honum meiri dýpt án þess að bæta einhverjum flóknum reglum ofan á. Hvert skrímsli hefur sinn stokk af þróunarspilum, og ef þrjú Hjörtu koma upp á teningunum fær skrímslið að draga eitt þróunarspil af stokknum sínum. Hvert þróunarspil tengist skrímslinu á einhvern hátt, eins og véldrekinn gæti fengið spil sem kallast Stálklær og segir að ef véldrekinn gerir 3 eða meira í skaða, þá bætist 1 skaði við.

    Með þessum þróunarspilum eru skrímslin ekki alveg eins í spilun, heldur hvert skrímsli hefur sína möguleika á að þróast, og þetta bætir dýptina að því leyti að núna hafa spilarar valmöguleika á að reyna að fá þrjú Hjörtu þegar þeir kasta teningunum.

    King of Tokyo Power Up er frábær viðbót við spilið. Þróunarspilin bæta heilmiklu við borðspilið og gerir það miklu skemmtilegra. Þrátt fyrir að Pandakaï sé ekki í hópi þeirra skrímsla sem ég elska að spila, þá eru þróunarspilin kjötið í pakkanum. Ef þú spilar King of Tokyo og finnst að það mætti betrumbæta það, eða þú ert búin(n) að spila King of Tokyo það mikið að þú ert kominn með leið á því, þá er King of Tokyo Power Up lausnin.

    Daniel Pall Johannsson King of Tokyo spilarýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaFöstudagssyrpan #65 [MYNDBÖND]
    Næsta færsla Spilarýni: King of Tokyo Halloween [aukapakki]
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel

    2. nóvember 2024

    Pest – Spil með sjúklega flott þema

    6. október 2024

    Eldur – Strangheiðarlegt létt samvinnuspil

    23. september 2024

    VAHÚÚ! Lego Super Mario grunnpakkinn prófaður

    30. september 2020

    Spilarýni: Ra – „fljótspilað og skemmtilegt uppboðsspil“

    9. ágúst 2018

    Borðspiladagurinn – Spilað út um allan heim laugardaginn 28.apríl

    25. apríl 2018
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.