Spil

Birt þann 23. febrúar, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

Spilarýni: King of Tokyo Halloween [aukapakki]

Spilarýni: King of Tokyo Halloween [aukapakki] Nörd Norðursins

Samantekt: Ég mæli bara með þessum aukapakka ef þú hefur gríðarlega gaman að spila King of Tokyo og vilt bæta við úrval skrímsla.

3.5

Nokkuð gott


Einkunn lesenda: 0 (0 atkvæði)

Daníel Páll Jóhannsson skrifar:

King of Tokyo Halloween er aukapakki fyrir King of Tokyo.

Í þessum aukapakka eru tvö ný skrímsli sem, eins og nafnið Halloween gefur til að kynna, eru ógnvekjandi. Það eru skrímslin Pumpkin Jack (hræðileg fuglahræða) og Boogey Woogey (skelfilegur draugur). Með skrímslunum fylgja þróunarspil sem bættust við King of Tokyo með Power Up aukapakkanum. Ásamt skrímslunum og þróunarspilunum fyrir þau eru fleiri spil til að bæta í spilastokkinn og hafa þau flest skemmtilega eiginleika. Ný tegund af spilum bætist við sem fara í spilastokkinn og kallast þau Búningar (e. Costumes). Þegar skrímsli kaupir spil sem er Búningur, þá öðlast skrímslið alla þá eiginleika sem eru á spilinu. En vara skal hafa á, því hægt er að stela búningum! Ef skrímsli fær þrjú eða fleiri Árásar tákn á teningana þegar það getur barið skrímsli með búning, þá getur skrímslið sem gerir skaðann, stolið búningnum af fórnalambinu (og auðvitað líka barið skrímslið í leiðinni!).

Þannig að þegar eitthvert skrímsli er komið með góðan búning geta oft verið bardagar sem snúast einungis um að ná viðeigandi búningi. Sem betur fer eru nokkuð margir búningar í umferð en hver hefur sína mismunandi eiginleika. Það er líka lúmskt gaman að sjá véldreka í trúðabúningi, pöndu í geimfarabúningi og sæmskrímsli í ballerínupilsi.

Ásamt öllu þessu eru líka sex teningar í pakkanum sem eru appelsínugulir, í anda Halloween. Þessir teningar eru með sömu táknum og í King of Tokyo. Það er mjög gott að hafa auka sett af teningum því þegar margir eru að spila er gott að hafa sitthvort settið af tengingum á mismunandi stöðum á borðinu til að flýta fyrir.

Hægt er að spila King of Tokyo Halloween með King of Tokyo án þess að vera með Power Up pakkann, en ég mæli sterklega með því að næla sér fyrst í Power Up áður en Halloween pakkanum er bætt við. King of Tokyo Halloween er ágætis aukapakki sem bætir nokkrum góðum hlutum við leikinn King of Tokyo, en er ekki þarfaþing. Ég mæli bara með þessum aukapakka ef þú hefur gríðarlega gaman af að spila King of Tokyo og vilt bæta við úrval skrímsla sem þú hefur völ á að spila.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑