Greinar

Birt þann 23. janúar, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

The Legend of Zelda og tímalínurnar þrjár

Eins og margir vita kom leikurinn Legend of Zelda: A Link Between Worlds út fyrir stuttu á Nintendo vélarnar. Á meðan unnið er að gagnrýna leiksins þá er upplagt að renna aðeins yfir tímaröðina í þessari leikjaseríu og hvernig hver og einn leikur tengist.

Varúð! Þessi grein er full af spillum.

Sá leikur sem markar upphaf sögunnar er Skyward Sword. Í þeim leik verður Hyrule til og Link býr til Master Sword, sagan segir einnig frá stríðinu á milli Demise og Hylia. Í enda leiksins ríkir Zelda yfir konungdæmi Hyrule. Næstur í röðinni er Minish Cap en þar er Vaati kynntur til sögunnar og heldur síðan áfram í Four Swords, en sá leikur var gefinn út sem aukaleikur með A Link to the Past. Í þessum leik kemur Vaati aftur við sögu þar sem hann rænir prinsessunni. Link þarf því að nota Four Sword til að búa til fleiri útgáfur af sjálfum sér til þess að sigra Vaati. Eftir mikla borgarastyrjöld sem varð til vegna atburða í Four Swords tekst Link í Ocarina of Time með aðstoða Zeldu að sigra Ganondorf. En til þess sendir Zelda Link sjö ár fram í tímann. Þessi leikur brýtur söguþráðinn niður í þrjá mismunandi tímalínur.

Fyrsta tímalínan

LinkSú fyrsta fjallar um þann möguleika ef Link hefði ekki tekist að sigra Ganondorf og látið lífið í átökunum. Við það tekst Ganondorf að sameina Triforce og hefja stríð sem kallast í leikjunum The Imprisoning War. Fyrsti leikurinn í þessari tímalínu er A Link to the Past því í upphafi leiksins er talað um stríðið. Link þarf að vernda Hyrule með því að bjarga afkomendum hinna sjö vitringa og sigra Ganondorf. Næst eru það leikirnir Oracle of Ages og Oracle of Seasons, sem voru gefnir út á sama tíma. Þar þarf Link enn einu sinni að bjarga prinsessunni og í þetta sinn frá Twinrova nornunum, sem ætla að fórna henni til að endurlífga Ganondorf. Link tekst að sigra nornirnar og Ganondorf. Í enda leiksins sést Link sigla í burtu og í Link’s Awakening byrjar leikurinn á þann hátt að Link skolast upp að strönd á eyju sem ber nafnið Koholint. Næsti leikur í röðinni er síðan A Link Between Worlds, í þeim er gefið sterklega til kynna að það séu til nokkrar útgáfur af Link. Í leiknum er fjallað um að atburði sem gerast í tímaröðinni áður en hún skiptist niður, sem á að hafa gerst fyrir mörg hundruð árum. Hér þarf Link að kljást við Yuga og bjarga afkomendum vitringanna sjö og prinsessunni. Þetta eru samt ekki sömu afkomendur og í A Link to the Past. Núna kemur loks að fyrsta leiknum í seríunni, Legend of Zelda. Í leiknum er Link ungur að aldri. Adventure of Link er síðan beint framhald þar sem Link er núna orðinn eldri og þarf að vekja Zelda frá djúpum svefni. Hérna endar fyrsta tímalínan.

Önnur tímalínan

Þá er það tímalínan sem snýst um Link þegar hann er ungur að aldri. Í enda leiksins Ocarina of Time sendir Zelda Link aftur til baka í hans venjulegu tímaröð, tímalínan byrjar þegar hann snýr aftur til baka eftir að hafa sigrað Ganondorf.  Majora’s Mask er beint framhald af Ocarine of Time þar sem Link er að eltast við the Skull Kid og það er síðan heilli öld síðar sem Twilight Princess gerist. Þar er nokkuð augljóst að Link og Zelda eru í raun andlegar verur sem fæðast með reglulegu millibili. Hér tekst Link loksins að drepa Ganondorf fyrir fullt og allt með Master Sword. Enn og aftur líða hundrað ár þar til að Canondorf snýr aftur í leiknum Four Swords Adventure og þannig endar þessi tímalína.

Þriðja tímalínan

Síðasta tímalínan byrjar eins og hinar tvær, á Ocarina of Time, þar sem sagan fylgir Zeldu strax eftir að hún er búin að senda Link til baka. Í Wind Waker hafa margar aldir liðið og hefur sá tími fengið nafnið Era without a Hero, því Link er ekki til staðar þegar Ganondorf rís enn á ný og nær völdum. Líkt og í sögunni um örkina hans Nóa flæða guðirnir Hyrule til þess að stoppa Ganondorf. Nú þegar Hyrule hefur eyðilagst leggja Link og Zelda í för til að finna nýja Hyrule í leiknum Phantom Hourglass. Að lokum kemur síðan Spirit Tracks þar sem þeim tekst að finna nýtt heimili sem fær nafnið New Hyrule.

 

Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson,
fastur penni á Nörd Norðursins og nemi í fjölmiðlafræði.

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑