Fréttir

Birt þann 6. nóvember, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Spilarar EVE Online á Íslandi hittast í höfuðstöðvum CCP

Fimmtudagskvöldið 7. nóvember býður CCP spilurum EVE Online og öðrum áhugasömum til spilara-samkomu í höfuðstöðvum sínum við Grandagarð 8.

Á samkomunni verður EVE: The Second Decade Collector’s Edition viðhafnarútgáfan af EVE Online, sem gefin er út í tilefni af tíu ára afmæli leiksins, til sýningar og sölu. Væntanleg viðbótarútgáfa við EVE Online, Rubicon, verður kynnt- og rætt um leikinn DUST 514 sem kom út fyrr á árinu fyrir PS3 leikjavélar SONY. CCP mun einnig gefa nokkur eintök af EVE Online viðhafnarútgáfunni – og það er aldrei er að vita nema heimsveldin fjögur sem eigast við í leiknum verði með útsendara sína á staðnum.

 

· Starfsmenn CCP bjóða jafnframt upp á spjall um heima og geima.

· Boðið verður upp á léttar veitingar í föstu og fljótandi formi.

· Plötusnúður leikur lög og heldur uppi stuðinu. 

 

Spilara-samkoman fer eins og áður sagði í höfuðstöðvum CCP, Grandagarði 8, 101 Reykjavík – á 4. og  efstu hæð hússins.

Kvöldið hefst klukkan 19.30 og stendur samkoman fram til klukkan 23:00.

Enginn aðgangseyrir og 18 ára aldurstakmark.

Viðburðurinn á Facebook.

– Fréttatilkynning frá CCP
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑