Íslenskt

Birt þann 10. nóvember, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Bitcoin sterkari en íslenska krónan

Reddit notandinn is4k bendir á að Bitcoin er orðinn að sterkari gjaldmiðli en íslenska krónan samkvæmt heimasíðu Coinometrics, vefsíðu sem sérhæfir sig í að mæla styrk gjaldmiðla á alþjóðamarkaði. Ísland er í 110. sæti listans og er mitt á milli Sri Lanka sem er í 111. sæti og Senegal sem er í því 109. Bitcoin er í sæti 107 á meðan Evrópusambandið er efst á listanum með hæsta M1 gildið. Japan, Kína, Bandaríkin og Þýskaland fylgja þar á eftir.

Hvað er Bitcoin?

Bitcoin er rafrænn gjalmiðill án hafta sem auðveldar netverjum viðskipti sín á milli í opnara umhverfi. Bitcoin fer í kringum núverandi bankakerfi og getur verið auðveldara og ódýrara að borga sumar vörur með Bitcoins í stað hefðbundinna gjaldmiðla. Á sama tíma er ekkert eftirlit með gjaldmiðlinum og það auðveldar því ólögleg viðskipti.

Til gamans má geta þá opnaði fyrsti Bitcoin hraðbankinn fyrir skemmstu í Kanada, en í honum geta viðskiptavinir millifært Bitcoins milli reikninga og skipt Bitcoins út fyrir Kanadadali og öfugt. Einnig ber að minnast á norska manninn sem keypti Bitcoins fyrir 3.000 kr. árið 2009. Síðan þá hefur staða gjaldmiðilsins styrkst verulega og urðu þessar 3.000 kr. að 83 milljónum.

Ætli gjaldmiðill framtíðarinnar sé fundinn?

Bitcoin USD línurit 2013

 

Meira tengt Bitcoin:

•  Business Insider: Why Iceland Should Abandon The Krona And Use Bitcoin As Its Currency Instead

•  RÚV: Rafrænn, nafnlaus, frjáls

•  The Guardian: And how would you like to pay, sir – cash, credit card, or Bitcoin?

•  Wikipedia: Bitcoin

Forsíðumynd: Wikimedia Commons

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑