Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Nokkrar góðar Batman myndasögur
    Bækur og blöð

    Nokkrar góðar Batman myndasögur

    Höf. Nörd Norðursins24. október 2013Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Nú fer nýjasti Arkham leikurinn að lenda á fimmtudaginn næstkomandi og því fannst mér við hæfi að gera lista yfir nokkrar góðar Batman myndasögur. Ég tek fram að þetta er með engu móti topplisti einungis samansafn af góðum sögum.

    Batman_Comics_01

     

    Batman Arkham Asylum – A Serious Place on Serious Earth

    Bókin sem gerði Grant Morrison að stjörnu. Bókin fjallar um brjálæðina innan veggja Arkham geðveikrahælisins og veltir fyrir sér hvort Batman eigi ekki frekar heima innan veggja Arkham frekar en utan. Mjög súrrealísk saga með enn súrari teikningum, sem gerir hana frábæra.

     

    Batman Year One

    Saga sem snýst um fyrsta ár Bruce Wayne sem Batman og hvernig hann verður að goðsögn. Sagan fjallar einnig um ungann James Gordon. Sagan er að mestu leyti ekki „canon“ lengur en hún er samt meistaraverk sem er skyldulestur fyrir alla Batman aðdáendur.

     

    Batman Zero Year

    Ný útgáfa upprunasögu Batman frá hinum frábæra höfundi Scott Snyder. Hér er sýnt enn og aftur hvernig Bruce Wayne verður að Batman en einnig er tekinn fyrir uppruni Joker og The Riddler. Tek fram að þessi saga er núna í gangi í Batman tölublöðum þannig að hún er ekki komin út sem innbundin bók.

     

    Batman_Comics_02

     

    Batman Hush

    Hush er sería sem var skrifuð af Jeph Loeb og teiknuð af Jim Lee árin 2002-2003. Sagan fylgir Batman þar sem hann klæst við hinn dularfulla Hush sem virðist vita margt um fortíð hins fyrrnefnda. Mikið er fjallað um samband Batman og Catwoman í þessari sögu en einnig koma fyrir margir aðrir óvinir hins myrka riddara.

     

    Batman The Long Halloween

    Önnur saga eftir Jeph Loeb sem kom út töluvert fyrr en Hush. Bókin var fyrst gefin út í 11 tölublöðum. Þessi saga er í rauninni drungaleg morðráðgáta þar sem minna er fjallað um ofurhetjuna Batman og meira um snilldargáfu hans við að leysa gátur. Frábær saga fyrir byrjendur í Batman því hún gerist tiltölulega snemma í ferli hans.

     

    Batman The Black Mirror

    Saga sem fjallar aðallega um James Gordon og ein af frumraunum Scott Snyder í Batman heiminn. Sagan er ólík öðrum að því leyti að Bruce Wayne er ekki Batman heldur er fyrrum Robin, Dick Grayson, Batman í hans stað. Sagan fjallar um endurkomu James Gordon Jr. og ringulreiðina sem hún veldur.

     

    Batman_Comics_03

    Batman The Court of Owls

    Þar sem The Black Mirror var frumraun Scott Snyder í Batman heiminn var The Court of Owls frumraun hans í sjálf titilblöð Batman. Sagan fjallar um myrka fortíð Gotham borgar og hverjir stjórna borginni í alvörunni. Þetta er fyrsta sagan eftir að DC endurræsti heim sinn með the New 52 en hún heldur samt í flest sem gerir Batman frábæran karakter.

     

    The Dark Knight Returns

    Talin vera með bestu Batman sagna allra tíma og hún á það sannarlega skilið. Sagan gerist í heimi sem er ekki tengdur „venjulega“ Batman heiminum þar sem Bruce Wayne er orðinn gamall lúinn maður. Hann tekur upp á því að berjast við glæpamenn aftur og þá aðallega gengi sem kallar sig the Mutants. Fleri karakterar á borð við Oliver Queen og Superman koma við sögu og einnig nýr Robin.

     

    The Killing Joke

    Batman saga eftir Alan Moore um baráttu Leðurblökumannsins við Grínistann (Joker). Sagan er um uppruna Jokersins en einnig um hvernig Barbara Gordon varð Oracle. Ein af þekktustu atriðum Batman gerist í þessari sögu þegar Batman og Jokerinn hlæja saman. Skyldulestur.

     

    Batman Knightfall

    Saga sem kynnir Bane, aðal óvin Batman í nýju The Dark Knight Rises, og fjallar um hvernig Bane nær að brjóta leðurblökuna rétt eins og í myndinni. Sagan var skrifuð af pennum á borð við Chuck Dixon, Jo Duffy og Dennis O’Neill.

     

    Höfundur er Skúli Þór Árnason,
    menntaskólanemi.

     

    batman ofurhetjur Skúli Þór Árnason
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færsla10 uppáhalds nörda YouTube rásirnar
    Næsta færsla Tölvuleikjanörd Íslands fundinn!
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Í skugga leðurblökunnar

    26. október 2022

    WB gefa út Gotham Knights útgáfu kitlu

    12. október 2022

    Íslenskir myndasöguhöfundar efna til rafræns útgáfuteytis

    17. nóvember 2020

    Íslenska myndasögusamfélagið með myndasögusultu

    20. nóvember 2019

    Hvað ef Napóleónsstríðin hefðu verið háð með drekum? – Temeraire eftir Naomi Novik

    29. september 2018

    Leikjarýni: Spider-Man – Einn af betri leikjum ársins

    11. september 2018
    Nýtt á Nörd Norðursins
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025
    Leikjarýni
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.