Íslenskt

Birt þann 26. september, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Vísindavaka 2013 haldin 27. september í Háskólabíói

Við viljum benda lesendum okkar á að Vísindavaka verður haldin á morgun, föstudaginn 27. september, í Háskólabíói og stendur yfir milli kl. 17:00 – 22:00! Á heimasíðu Vísindavökunnar (Rannís) er viðburðinum líst á eftirfarandi hátt:

Vísindavaka er árlegur viðburður þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vísindamenn sem stunda rannsóknir í hinum ýmsu vísindagreinum og kynnast viðfangsefnum þeirra. Öll fjölskyldan finnur eitthvað við sitt hæfi á Vísindavöku, en hún er haldin samtímis um alla Evrópu síðasta föstudag í september til heiðurs evrópskum vísindamönnum. Í aðdraganda Vísindavöku er hellt upp á nokkur Vísindakaffi. Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi.

Á Vísindavöku mun Hannes Högni Vilhjálmsson tölvunarfræðingur við HR segja frá sýndarfólki með gervigreind, Sverrir Guðmundsson hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness kynnir loftsteina og að sjálfsögðu verður Sprengjugengið á svæðinu og fleira.

Dagskrá Vísindavöku má nálgast í heild sinni hér: www.rannis.is/visindavaka.

-BÞJ
Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑