Bíó og TV

Birt þann 28. september, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Sundbíó í kvöld!

Hópur fólks vinnur nú hörðum höndum að því að breyta Laugardalslaug í flugstöð. Ástæðan er sú að grínmyndin sígilda Airplane! verður sýnd þar í kvöld á vegum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíð í Reykjavík – RIFF. Hefð hefur skapast fyrir því í sundbíóinu, eins og viðburðurinn er nefndur, að vekja anda myndarinnar í umhverfinu og þess vegna verður flugbragur á sýningunni í kvöld. Gestir mega því eiga von á flugliðum, öryggishliðum og fleiru í þeim dúr.

Gestir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að krókna í innilauginni né að troða marvaðann á aðra klukkustund, því á laugarbakkanum verður einnig aðstaða til að þurrka sér og setjast niður.

Sundbíóið hefur fest sig rækilega í sessi sem einhver vinsælasti viðburður hátíðarinnar sem fer nú fram í tíunda sinn. Uppselt hefur verið undanfarin ár og því um að gera að tryggja sér miða fyrirfram. Miðasala fer fram á riff.is. Sundbíóið hefst kl. 19:30.

– Fréttatilkynning frá RIFF
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑