Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: Hard Ticket to Hawaii (1987)
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: Hard Ticket to Hawaii (1987)

    Höf. Nörd Norðursins5. júlí 2013Uppfært:11. júlí 2013Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Mig langar til þess að byrja á því að segja að ég ætla ekki að gefa myndinni stjörnur. Það er eiginlega ekki sanngjarnt að fara að gagnrýna þessa mynd. Ef ég ætti að gagnrýna hana þá væri það eins og knattspyrnudómari sem væri beðinn um að dæma borðtennisleik, það er einfaldlega ekki hægt. Ég fel því lesendum að gefa myndinni stjörnur.

    Í gærkvöldi var sérstök sýning í Bíó Paradís á Hard Ticket to Hawaii (1987) í leikstjórn Andy Sidaris, sem einnig framleiðir, skrifar handritið og leikur í myndinni. Ég ætla að gefa mér það að Sidaris sé svona hinn týpíski Bandaríkjamaður, hávær og óhræddur við að segja sínar skoðanir. Hann er svona maður sem myndi fara í stuttbuxum og Hawaii skyrtu upp á Hvanndalshnjúk og ef einhver myndi setja út á það… þá myndi hann gefa hinum sama puttann. En kauði birtist fyrst á tjaldinu og kynnti myndina í upphafi sýningarinnar með Julie Strain sér við hlið, auðvitað var hún fáklædd og daðraði við myndavélina. Sidaris óskaði áhorfendum góðrar skemmtunar og kynnti um leið vefsíðuna sína og aðrar kvikmyndir eftir hann sem hægt er að nálgast þar. Svo hófst fjörið.

    Hard Ticket to HawaiiMyndin fjallar í stuttu máli um tvo útsendara, Donnu (Dona Spier) og Taryn (Hope Marie),  frá The Agency, sem er einhversskonar ríkisstofnun sem líkja má við leyniþjónustu, sem ramba á sendingu af demöntum sem ætluð er glæpaforingjanum Seth Romero. Upphefst barátta milli útsendaranna og glæpagengisins og fá þær stöllur liðstyrk frá Rowdy Abilene (Ronn Moss) og Jade (Harold Diamond) sem einnig eru útsendarar á vegum The Agency. Inn í þetta viðamikla og margslungna plot blandast svo banvæn og ógvekjandi eiturslanga sem á eftir að hafa afdrifarík áhrif á söguna.

    Myndin er ein af mörgum B-myndum sem Sidaris hefur framleitt og leikstýrt. Allar innihalda þær fallegar konur og hrausta karlmenn sem hika ekki við að nýta hvert tækifæri til þess að fara úr að ofan og á stundum að neðan. Ég spurði sjálfan mig eftir sýninguna: „Hvað var þetta?“. Myndin er eins og klámmynd en aldrei er beint sýnt kynlíf, aðeins slatti af brjóstum. Myndin fjallar því í  raun um brjóst – en ekki demanta, byssur eða klikkaðan snák. Það er ómögulegt að staðsetja myndina á einhverjum skala því Sidaris hefur búið til sína eigin tegund kvikmynda. Já svo mikill snillingur er hann víst.

    Það er allt vont við þessa mynd. Leikurinn er hrikalegur, frasarnir kjánalegir, framvindan stefnulaus og öll tæknivinnsla í líkingu við það sem sést í verstu sápuóperum. Það sem gerir þó myndina svona óborganlega skemmtilega er að hún er svo léleg og virðist taka sig alvarlega en um leið gerir hún það ekki. Sver hún sig því í ætt við myndir á borð við The Room eftir Tommy Wiseau. Þó eru sum atriðin mjög frumleg, t.d. upphafstitlarnir á kössunum, hjólabretta atriðið og frisbí atriðið, sem er hreint út sagt magnað. Frasar eins og: „If brains were birdshit you’d have a clean cage.“ og „One man’s dream is another man’s lunch.“ fengu salinn til þess að springa úr hlátri.

    Það var fín mæting á sýninguna og virtust flestir skemmta sér gríðarlega vel yfir myndinni. Það er óhætt að segja að eftir sýninguna langaði mann bara í meira. Ég held að næsta mál á dagskrá sé að tryggja sér nokkra vel valda titla frá Sidaris. En fyrir áhugasama er bent á heimasíðu Sidaris hér og einnig má finna á YouTube bráðskemmtilegt viðtal við Sidaris þar sem hann ræðir um kvikmyndina Guns. Þar talar hann af fullri alvöru um að hann sé hugsjóna- og listamaður. Maðurinn hefur svo sannarlega sjálfstraustið á hreinu en líka húmor fyrir sjálfum sér.

     

    Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    1980s Andy Sidaris Bíó Paradís Hard Ticket to Hawaii kvikmyndarýni Ragnar Trausti Ragnarsson
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaFöstudagssyrpan #48 [MYNDBÖND]
    Næsta færsla The Lone Ranger í 80 ár
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Íslensk mynd um vináttu í Eve Online hlýtur verðlaun

    14. júní 2019

    Skaparar It’s Always Sunny in Philadelphia búa til þætti um leikjahönnun

    10. júní 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.