Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Bækur»Ný íslensk fantasía – Vargsöld eftir Þorstein Mar
    Bækur

    Ný íslensk fantasía – Vargsöld eftir Þorstein Mar

    Höf. Nörd Norðursins6. júní 2013Uppfært:9. júní 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Í Vargsöld segir Þorsteinn Mar frá heimi þar sem óvættir, tröll og stríð ógna íbúum þorpsins Vegamót í landi sem nefnist Norðmæri. Hér á ferðinni áhugaverð og spennandi fantasía sem unnendur slíkra bókmennta ættu ekki að láta framhjá sér fara.

    Fyrir mörgum öldum spáði jórskur prestur því, að upp rynni öld Vargsins með svartnætti sínu og óvættum. Þegar ókunnar verur ráðast á þorpið Vegamót slær óhug að íbúum þess og fær Ráðgríð, ásamt vini sínum Hræreki, það verkefni að láta greifann af Norðmæri vita en sú ferð á eftir að draga dilk á eftir sér og mun reyna á vináttu þeirra. Hefur Ráðgríð það sem þarf til að vera hetja?

    Út er komin fantasían Vargsöld eftir rithöfundinn Þorstein Mar. Um er að ræða ungmennasögu (e. Young-Adult) sem segir frá Ráðgríð, ungri konu, sem býr í landi sem heitir Norðmæri. Hún lendir þar í ýmsum ævintýrum og þarf að takast á við ólíkar hættur, bæði vættir og menn. Er þessi bók sú fyrsta í sögunni um Ráðgríð, en bókaflokkurinn mun bera nafnið Roðasteinninn.

    „Langaði að skrifa um kvenhetju“

    Vargsöld„Mig langaði til að skrifa fantasíu þar sem væri að finna kvenhetju, því mér finnst stundum hallað á konur í hefðbundnum fantasíum,“ segir Þorsteinn Mar. Í heimssköpun sinni sækir hann jafnt í brunn þjóð- og Íslendingasagna, sem og til hefðbundinna fantasía.

    Furðusögur og fantasíur hafa verið vaxandi hérlendis undanfarin ár og áhugi lesenda aukist jafnt og þétt. Fantasíur hafa átt miklum vinsældum að fagna erlendis og hafa aðeins þær allra vinsælustu verið þýddar, sbr. Hringadróttinssaga og Harry Potter.

    Út hafa komið tvær bækur eftir Þorstein Mar, smásagnasafnið Myrkfælni og skáldsagan Þoka. Þá hafa einnig komið út styttri textar eftir hann í rafbókaformi, t.d. nóvellan Svartárkot og ýmsar smásögur. Eins þýddi hann smásögur eftir H. P. Lovecraft sem komu út í safni á síðasta ári, Kall Cthulhu og fleiri hrollvekjandi sögur.

    Kápa bókarinnar er unnin af listakonunni Margréti Nilsdóttur.

    Bókin kemur út í kilju í dag.

    Bókin eru gefin út af bókaútgáfunni Rúnatý, sem hyggst einbeita sér að ýmsum jaðarbókmenntum, s.s. hrollvekjum, fantasíum og vísindaskáldsögum.

    – Rúnatýr, fréttatilkynning 6. júní 2013
    Rúnatýr Vargsöld Þorsteinn Mar
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaGodsrule: War of Mortals kominn á iPad
    Næsta færsla 10 uppáhalds vefmyndasögurnar
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026

    Lúpína syngur frumsamið lag í Echoes of the End – „Þetta var mjög skemmtilegt ferli“

    4. janúar 2026

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.