Fréttir

Birt þann 21. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

E3 2013 örfréttir

Margt og mikið var um að vera á E3 þetta árið, margir nýjir og gamlir leikir litu dagsins ljós og svo voru að sjálfsögðu Xbox One og Ps4 í stóru hlutverki þar sem Sony var ekkert að spara skotin á Microsoft. Hér eru nokkrar örfréttir frá mörgum af þeim sko komu fram á sýningunni og atriði sem höfundi þótt áhugavert og þess virði að segja frá.

• Framleiðendur Batman: Arkham Origins segja að það sé mikil pressa að taka við seríunni en einnig fylgi því mikill heiður. Lofa að þeir muni koma með eitthvað nýtt og segja að myndasagan Batman: Legends of the Dark Knight sé mikill innblástur fyrir leikinn.

• Framleiðendur leiksins The Last of Us vildu búa til nýja tegund af tölvuleik og vilja gefa spilurum mikið frelsi í sambandi við hvernig þeir vilji spila leikinn. Gervigreindin hjá sveppa uppvakningunum er ekki eins hjá öllum, á meðan sumir eru mjög árásargjarnir þá eru aðrir sem vilja bara lifa af eins og spilarinn.

Harmonix lét það síðan frá sér að : „Við munum koma aftur, þegar tíminn er réttur.“ Spurning hvort það sé nýr Rockband á leiðinni frá þeim?

• Samkvæmt framleiðendum leiksins The Division kom hugmyndin að leiknum ef byrgðir myndi klárast í búðum og engin kæmi að fylla á og hvað myndi gerast ef birgðir hættu að berast. Þeir segja að leikinn sé ekki hægt að flokka sem þennan týpíska MMO leik. Bæði verður hægt að notast við spjaldtölvur og snjallsíma til að auka við spilun leiksins. Ekki hefur verið rætt um stærð leiksins en samkvæmt framleiðendunum er leikurinn risastór. Allt að fjórir spilarar geta spilað leikinn saman plús einn AI sem fylgir hópnum, PvP kemur svo inn seinna. Bent var á að eitthvað verður um falin góðgæti (easter eggs) í leiknum sem eru frá fyrri leikjum sem tengjast Tom Clancy´s seríunni. Leikurinn kemur út á Ps4, Xbox One en ekki er útilokað að leikurinn komi á PC í framtíðinni.

• Í leiknum Dying Light þurfa spilarar að berjast við uppvakninga og/eða flýja undan þeim á mjög flottan hátt. Þessi leikur er eins og Mirror’s Edge með uppvakningum og byggist RPG hugmyndin í leiknum á að gera spilurum kleift að haldast lengur á lífi, frekar en að gera þá öflugri. Samkvæmt frameiðendum er hægt að klifra á öllu í leiknum . Í „Escape Mode“ þurfa spilarar að safna birgðum yfir daginn en þegar nóttinn skellur á verða uppvakningarnir árasagjarnari og því erfiðara að halda sér á lífi. Hægt verður að velja á milli nokkurra karaktera og allt að fjórir geta spilað saman í einu.

Watch Dogs - plakat

• Í Watch Dogs getur annar spilari tekið þátt í leiknum með spjaldtölvu eða snjallsíma og þannig aðstoðað spilarann að komast undan. Þá hefur kvikmyndafyrirtæki Ubisoft staðfest að leikirnir Watch Dogs, Far Cry og Rabbids séu á leiðinni á hvíta tjaldið. Fyrir voru í vinnslu bíómyndir fyrir leikina Assassin’s Creed þar sem Michael Fassbender mun leika í, Splinter Cell og Ghost Recon.

• Svo virðist sem leikurinn Titanfall keyri á Source vélinni og sé 60 rammar á sekúndu, sem kemur höfundi frekar mikið á óvart.

• En nóg um það því Sifteo Cubes er mjög sniðug nýjung sem er eins og ef einhver myndi blanda saman tölvuleikjum, Lego, kubbum og domino. Hægt er að gera margskonar hluti með þessum kubbum, þar á meðal að spila tölvuleiki. Eiginleikarnir eru endalausir og hvetur höfundur fólk að leita þetta uppi sjálft til að sjá hvernig kubbarnir virka.

Oculus Rift gleraugun náðu einnig að fanga athygli margra, en þau gera spilara kleift að dýfa sér dýpra inn í leiki. Hefur verið að fá gífurlega góða dóma frá þeim sem hafa prufað gripinn og ekki er langt í hægt verði að panta þennan grip á netinu.

• Spilarar þurfa að leysa sitt eigið morð sem draugur í leiknum Murdered: Soul Suspect, eitt af einkennum leiksins er að spilarar geta haft áhrif á lifandi fólk og þannig yfirheyrt það á mjög óhefðbundinn hátt. Þetta er þriðju persónu leikur og kemur frá sömu framleiðendum og Final Fantasy, virkilega áhugaverður leikur sem virðist hafa farið fram hjá mörgum á E3.

EA hefur gefið til kynna að næsti Mirror’s Edge verði með opinn heim, sem er ekkert nema snilld ef það reynist rétt. Margir voru glaðir þegar Killer Instict var tilkynntur á sýningunni og mikil nostalgíu tilfining fyrir marga að sjá þennan gamla góða leik aftur. Leikurinn verður frír en aðeins með einum karakter og það þarf að kaupa hina. Ekki hægt að taka undir að þetta sé góð hugmynd fyrir leikinn, en aðeins tíminn getur staðfest það.

• Í leiknum Batman: Arkham Origins er Bruce Wayne búinn að vera Leðurblökumaðurinn í tvö ár og hefur ekki enn barist við neinn af sínum klassísku óvinum. Leikurinn gerist 7 árum fyrir Arkham Asylum. Tækjabúnaðurinn er mjög svipaður og í fyrri leikjum en þó eru nokkur ný vopn. Vopnin eru eldri útgáfur af þeim vopnum sem voru í fyrri leikjum. Margir aðdáendur leikjanna eru ekki hrifnir af þessari hugmynd, sem er frekar kjánalegt. Ekki fer Leðurblakan með sömu vopn í hvert sinn sem hann yfirgefur hellinn, það segir sig bara sjálft. Einn af talsmönnum leiksins talaði um að þessi útgáfa af Leðurblökumanninum geri mistök, er hrokafullur og er í raun mjög vel þjálfaður asni. Nýtt „Detective Mode“ kemur í leiknum og líkja höfundar leiksins því við það ef CSI og Tony Stark myndu sameinast í eitt. Einnig verður hellingur af auka búningum fyrir Leðurblökuna sem margir aðdáendur verða glaðir að sjá.

 

Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson,
nemi í fjölmiðlafræði.

 

>> E3 2013 - Allt á einum stað <<

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑