Spil

Birt þann 27. mars, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

Spilarýni: The Resistance

Spilarýni: The Resistance Nörd Norðursins

Samantekt: Með réttum hópi: Frábært spil. Svíkja, blekkja, ljúga eða segja satt… þú velur.

4

Frábært spil


Einkunn lesenda: 0 (0 atkvæði)

Spilið er fyrir 5-10 leikmenn, 13 ára og eldri og tekur 30 mínútur

The Resistance er í raun ekki eiginlegt borðspil. Í kassanum eru spil og eitt lítið borð til að telja umferðir og skrá hvort „liðið“ hefur betur. Leikmenn fá úthlutað hlutverkaspilum sem þeir mega ekki sýna öðrum. Það eru tvö hlutverk í spilinu, annað hvort ertu almennur meðlimur í andspyrnuhreyfingunni (blá spil) eða njósnari (rauð spil). Mismunandi er hversu margir njósnarar eru í hópnum eftir því hversu margir spilarar taka þátt. Áður en spilið hefst eru njósnararnir fengnir til að auðkenna hvern annan; allir loka augum og svo eiga njósnararnir að opna augun. Þannig vita þeir af hver öðrum en aðrir vita ekki hverjir þeir eru.

Andspyrnuhreyfingin er að reyna að eyðileggja fyrir hinu illa veldi með því að skemma starfstöðvar þess. Spilið gengur út á að senda ákveðinn fjölda meðlima í verkefni. Einn byrjar að vera forsprakki hópsins og velur hverja hann vill senda í verkefnið. Það sem hann veit er að ákveðinn fjöldi njósnara er í heildarhópnum, en þeirra hlutverk er að eyðileggja fyrir andspyrnuhreyfingunni. Hópurinn kýs svo um þá sem forsprakkinn valdi til að fara. Ef þeir eru „sendir“ í verkefnið fá þeir svo sk. „mission“ spil þar sem þeir velja hvort þeir vilja að verkefnið heppnist eða ekki. Spilin eru svo stokkuð og sýnd. Annað hvort tókst verkefnið eða ekki. Þá er komið að næsta forsprakka að velja nýja hóp til að fara í næsta verkefni. Ef þrjú verkefni heppnast vinnur andspyrnuhreyfingin en ef þrjú mistakast þá tapar hún. Markmið njósnarannar er að þrjú verkefni mistakist, þá vinna þeir.

The Resistance

Nýlega kom út endurbætt útgáfa af spilinu þar sem útlitshönnun hefur verið lítilega breytt. Einnig er búið að gefa út The Resistance: Avalon þar sem í stað andspyrnuhreyfingar eru leikmenn í hlutverki persóna úr hirð Artúrs konungs af Camelot.

Hvað finnst mér?

The ResistanceMeð réttum hópi virkar The Resistance mjög vel. Ef fólk tekur virkan þátt og er tilbúið til að ljúga blákalt að öðrum í kringum sig í þessu spili þá verður oft mikið fjör í umræðunum sem skapast um það hverjir séu njósnarar og hverjir ekki. Spilið tekur stuttan tíma og lítið fer fyrir því, nánast enginn tími fer í uppsetningu. Einnig er kostur hvað margir geta tekið þátt, allt að 10 manns. Hentar því vel í matarboðum með vinafólki.

Að sama skapi getur spilið verið frekar dauft ef fólk leyfir sér ekki að lifa sig inn í hlutverkið. Ég er persónulega mjög lítið fyrir spil þar sem maður þarf að leika eitthvað t.d. Actionary, hefur líklega eitthvað með fóbíu mína gagnvart látbragðsleikurum að gera. Hins vegar finnst mér The Resistance alveg frábært … með réttum hópi.

Niðurstaða

Með réttum hópi: Frábært spil. Svíkja, blekkja, ljúga eða segja satt … þú velur.

– Höfundur er Arnar Sigurðsson, eigandi Bordspil.is.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑