Fréttir1

Birt þann 12. ágúst, 2012 | Höfundur: Kristinn Ólafur Smárason

0

Kaldi sigrar Starcraft II mót HR-ingsins 2012

Starcraft II móti HR-ingsins er nú lokið, en í lokaviðureign mótsins kepptu Kaldi, sem heitir réttu nafni Jökull Jóhannsson, og Shake, sem heitir Stefán Sigurðsson. Kaldi kom inn í viðureignina úr vinningsriðlinum og byrjaði því með tveim fleiri stigum enn Shake, þannig að staðan byrjaði 2-0 fyrir Kalda, en til að sigra viðureignina þurfti annar hvor spilarinn að ná fjórum stigum samtals.

Í fyrsta leik viðureigninnar byggði Shake stóran hóp af Zealots með Charge uppfærslunni og náði að koma Kalda að óvörum. Kaldi reyndi eftir bestu getu að verjast, en á aðeins tveim mínútum náði Shake að vinna á vörnum Kalda og tryggði sér sigurinn sem kom stöðunni í 2-1.

Í öðrum leiknum byrjaði Shake á því að koma sér upp einum Voidray og nokkrum Phoenix til að koma pressu á Kalda, en Kaldi náði að verjast með því að byggja Infestors og Spore Crawlers, sem hélt aftur af hinni fljúgandi ógn. Þrátt fyrir þessa snemmbúnu pressu náði leikurinn að snúast uppí Macro-leik sem endaði með risastórri orrustu milli Broodlord/Infestor hers Kalda og Mothership/Stalker/Archon her Shakes. Kaldi náði að snúa þeirri orrustu sér í vil, þurrkaði út Protoss herinn og vann leik númer tvö sem setti stöðuna í 3-1.

Þriðji leikurinn stefndi strax í Macro-leik, og kepptust spilararnir tveir við að koma sér upp eins stórum og uppfærðum her og mögulegt er. Kaldi var fyrri til að fá stærsta mögulega herinn og fór í sókn. Shake náði hins vegar að verjast árásinni, elti uppi her Kalda og eyddi honum með öllu og tók þriðja leik viðureignarinnar sem setti stöðuna í 3-2.

Snemma í fjórða leiknum kom Kaldi fjórum Zerglings inn í herstöð Shake, og náðu þeir að drepa nokkra vinnumenn og valda almennum usla í Protoss herbúðunum. Shake náði að losa sig við Zergling truflunina fyrir rest en var þó strax kominn nokkuð á eftir Kalda í herstærð. Kaldi nýtti sér þetta tækifæri og framleiddi heilan helling af Roaches sem fóru rakleiðis í her Shakes og eyddu honum. Kaldi kom því stöðunni í 4-2 og vann þar með Starcraft II mót HR-ingsins.

Hægt er nálgast myndbönd af leikjunum með íslenskri leiklýsingu á Twitch síðu HR-ingsins í Starcraft II.

Við hjá Nörd Norðursins viljum óska Jökli Jóhannssyni til hamingju með sigurinn!

– KÓS

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Comments are closed.

Efst upp ↑