Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: Iron Sky
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: Iron Sky

    Höf. Nörd Norðursins13. apríl 2012Uppfært:26. maí 20133 athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Í það minnsta er hægt að segja að Iron Sky sé uppskera mikillar ástar aðstandenda og áhugamanna sem fjármögnuðu og framleiddu myndina. Hún var framleidd fyrir sjúklega lítinn pening og afraksturinn borgar sig fimmfalt í framsetningu og skemmtanagildi. Hafið engar áhyggjur, myndin er ekki bara einn stór nasistabrandari, heldur er hún samansafn af nasistabröndurum sem tekst fáránlega oft að kitla hláturtaugarnar, sérstaklega miðað við hvað hugmyndin virkar einhæf á blaði. Myndin er í svipuðum dúr og gamanmyndir Mel Brooks og nýtir hugmyndsína til fulls, í bakgrunni jafnt og forgrunni er heilmikið sjónrænt grín sem sparar hvergi höggin.

    Myndin byrjar sterk, heldur sér á fínu og flippuðu róli út miðkaflann, og færir okkur risavaxið og stórskemmtilegt uppgjör í lokin. Grínið er snælduvitlaust, full meðvitað,  og gerir sem mest úr því sem myndin hefur upp á að bjóða. Alvarleiki og bagalega þróuð menning tungl nasistanna er alveg bráðfyndir (Chaplin-brandarinn var gríðarlega góður) – þeir hafa jafnvel farið sérkennilegar leiðir með vísindi sín í þágu bandbilaðs málstaðas. Myndin fer aldrei yfir þægindamörk sín eða reynir við djarfari brandara, en hún heldur sig við það sem hún veit og leikur sér vel með það efni. Iron Sky veit hvað hún er og, sem betur fer, kann hún að hnoða heilsteypta gamanmynd úr einum kjánalegasta söguþræði síðustu ára.

    Iron Sky veit hvað hún er og, sem betur fer, kann hún að hnoða heilsteypta gamanmynd úr einum kjánalegasta söguþræði síðustu ára.

    Pólitíkusar, meðlimir Sameinuðu þjóðanna, og jafnvel iPad-tölvan fá öll sinn skerf af satíru í þágu söguþráðar myndarinnar og hitta oft bilaðslega vel í mark þó sumir brandaranna voru eflaust meira brennandi í huga framleiðandanna þegar þeir voru skrifaðir fyrst – ef það er eitt við myndina sem komst nálægt því að toppa tungl nasistana sjálfa, þá voru það meðlimir Sameinuðu þjóðanna; öll atriði þeirra eru virkilega fyndin og er endalaust gaman að sjá þau stinga hvort annað í bakið í hvert sinn sem þau koma saman. Ekki halda að þetta sé einhver brennandi samfélagsleg gagnrýni, myndin er einfaldlega grunnhyggin skopstæling fyrir okkur Evrópubúa og reynir meira en það. Absúrd skopstæling myndarinnar virkar að mestu leyti, oftast með gífurlega fyndinni útkomu, og ætti að halda þér í góðu stuði út sýningartímann.

    Fjármagn myndarinnar hljóðar upp á minna en 10 milljónir Bandaríkjadali (sem er þrefalt minna en District 9!), en Iron Sky tekst með afbrygðum að leyna því með sterkum og skemmtilegum leikarahóp, fagmannlegri listrænni stjórn, og stórkostlegum tæknibrellum – sérstaklega fyrir þessa upphæð. Ég er án gríns sannfærður um það að einhver óheppinn nemi í grafískri hönnun hafi orðið að blóðfórn í framleiðsluferli myndarinnar svo framleiðendurnir hafi haft einhverja sál til að selja fyrir tæknibrellurnar.

    Ég er án gríns sannfærður um það að einhver óheppinn nemi í grafískri hönnun hafi orðið að blóðfórn í framleiðsluferli myndarinnar svo framleiðendurnir hafi haft einhverja sál til að selja fyrir tæknibrellurnar.

    Tíund framleiðslukostnaðs myndarinnar kemur frá netverjum sem vildu að myndin yrði að veruleika (ég meina, hvern langar ekki að sjá heila gamanmynd um geim nasista frá tunglinu?) og ég myndi segja að þeir fái svo sannarlega vandaðri vöru en þeir höfðu hugsað sér. Síðan fengum við loks að sjá Udo Kier í hlutverkinu sem hann var fæddur í: Einræðisherra nasista á tunglinu – það, eitt og sér, var nóg til að fá mig til að vilja sjá myndina.

    Ég mæli hiklaust með Iron Sky sem frábærri gamanmynd þrátt fyrir veikari hluta sína, eins og endinn sem tekur sig aðeins of alvarlega. Absúrdlega fyndin þvæla sem er mun betri en hún á nokkurn rétt á að vera.

    PS. Myndin fær stóran plús fyrir að toppa öll YouTube-myndböndin sem textuðu Der Untergang, það er bara spurning um hversu margir munu fatta senuna.

    – Axel Birgir Gústavsson

    Axel Birgir Gustavsson iron sky kvikmyndarýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaNörd Norðursins gefur miða á Iron Sky!
    Næsta færsla PlayStation Vita prófuð
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Íslensk mynd um vináttu í Eve Online hlýtur verðlaun

    14. júní 2019

    Skaparar It’s Always Sunny in Philadelphia búa til þætti um leikjahönnun

    10. júní 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.