Fréttir1

Birt þann 23. febrúar, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

PlayStation Vita er komin í verslanir

Nýjasta handahelda leikjavélin frá Sony, undratækið og ofurgræjan PlayStation Vita, kom í evrópskar verslanir í gær. Sjö ár eru liðin frá útgáfu PlayStation Portalble (eða PSP), fyrirrennara Vita, og er nýjasta vélin mun öflugri en sú gamla og býður upp á enn fleiri möguleika. Sena, umboðsaðili PlayStation á Íslandi, hefur sett upp sérstaka síðu sem er tileinkuð PlayStation Vita. Á síðunni er meðal annars talið upp hvað nýja leikjavélin inniheldur:

Tvær myndavélar sem leikmenn geta notað til að draga raunverulegt umhverfi okkar inn í leikina (augmented reality).

5″ OLEd snertiskjá sem skilar ótrúlegum gæðum leikjanna á einstakan hátt. Óhætt er að fullyrða að önnur eins gæði hafi ekki sést áður í lófatölvu. Snertiflötur skjásins er svo einstaklega nákvæmur og eykur enn á upplifunina.

Snertiflöt aftan á tölvunni sem hefur áhrif í stýringu leikjanna. Þú getur til að mynda smellt fingrinum upp í hornið á snertifletinum til setja boltann í vinkilinn í Fifa 12.

GPS. Nú getur þú séð hverjir í kringum þig eru að spila á Vita tölvuna og spilað svo við þá í gegnum þráðlaust net eða 3G.

Tengingu við Playstation 3. Fjölmargir leikir eru þannig hannaðir að þú getur byrjað að spila þá á Playstation 3 tölvunni heima hjá þér og haldið svo áfram að spila þá í Vita hvar og hvenær sem þér hentar. Einnig geta Vita eigendur keppt við Playstation 3 eigendur í gegnum netið.

Tveir analogue þumalpinnar. Hér er um algjöra byltingu að ræða en nú er loksins hægt að spila skot- og hasarleiki fullkomlega á tölvu sem hægt er að ferðast með.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑