Tækni

Birt þann 25. janúar, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

YouTube – klukkutími fyrir hverja sekúndu

Þar er hægt að finna heilan helling af staðreyndum um hvað hver sekúnda á YouTube jafngildir ef miðað væri við eitthvað sem gerist í rauntíma. Það er einfaldara að átta sig á því hvað ég er að reyna að segja með því að heimsækja síðuna.

Hægt er að eyða þó nokkrum tíma í að dunda sér að horfa á þessar þrælskemmtilegu staðreyndir sem þeir hafa sett upp á þann hátt að það er tímalína sem rennur áfram og á ákveðnum tímamótum (með stuttum millibilum) koma staðreyndir sem eru skemmtilega mynd- og hljóðskreyttar til að gera síðuna enn eftirminnilegri og skemmtilegri.

Undirritaður mælir hiklaust með því að lesendur kíki á síðuna í það minnsta „upp á flippið“ því það kemur á óvart hvað maður getur gleymt sér við að skoða þetta.

En nóg um það. Hérna hafið þið síðuna, njótið vel!

Smelltu hér til að heimsækja onehourpersecond.com.

AVA

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑